Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 193 aðslæknirinn í hinu mjög umtalaða Keflavikurhéraði hefir kr. 2400.00 á ári aS byrjunarlaunum og dýrtíðaruppliót! „Yfir hann er bygt íbúðarhús ....“ Fær þá héraðsl. fritt húsnæði? Ónef, hann verður að greiða héraðinu húsaleigu, og mun leigan sumstaðar ríflega til tekin. Læknabústaðir hafa ekki verið reistir netna í 5. hverju læknishréaði. „Að lokum, þegar slíkur maður eldist, fær hann tiltölulega rífleg eftir- laun . ...“ Eftirlaunin, sem ráðherrann telur eftir, eru svo rífleg, að flestir gömlu uppgjafa-héraðslæknarnir hafa þetta 7—800 kr. á ári. Alþingi hefir aukið ofurlítið við suma þeirra. Eins og menn sjá, eru staðhæfingar hr. J. J. mjög villandi. 11. Með mörgum orðum lýsir hr. J. J. hrakmensku læknanna, sem vilja hrekja hr. S. Kaldalóiis frá kjötkötlunum í Keflavik, út í vélbátaloftið á Breiðafirði. Mjög má þakka hr. J. J. ríka umhyggju hans fyrir S. K„ og hjartagæsku. Káðherranum virðist þó annað nær hjarta, en umönnun fyrir læknurn landsins. Benda má á, að heilsutæpum héraðslækni er hæg- ara að sitja í fámennu, tiltölulega næðissömu héraði, við hæstu föst laun, heldur en í héraði sem Keflavík, þar sem laun eru lægst, og því ekki af- komu-von, nema leggja á sig mikla vinnu og ferðalög. 12. Með mörgum fögrum orðum lýsir ráðherrann því, að hann hafi farið eftir „. . .. eindrengum yfirlýstum vilja héraðsbúa . . . .“ við veiting Seyðisfjaröar-, Stykkishólms- og Dalahéraðs. Þetta er í mesta lagi hálfur sannleikur. Það er sitt hvað, að fara eftir undirskrifta-smölunum í hérað- inu, sem fara jafnvel fram áður en vitanlegt er hverjir sækja, eða láta fram fara löglega, leynilega kosning, þar sem allir umsækjendur standa jafnt að vígi. Fáir munu svo auðtrúa, að ráðherrann virði mikils „yfirlýstan vilja“ nokk- urra héraðsbúa, nema óskir þessar séu ráðherranum hentugar í svipinn. Hr. J. J. tekur fram, til vonar og vara, að þessi undanlátssemi við fólkið sé ekki gerö vegna flokksbræðra stjórnarinnar. Ó, saklausa lamb! Þetta kom ekki einu sinni til greina við veiting Seyðisf jarðarhéraðs! Greinar hr. J. J. eru raunalegar að inörgu leyti. Þær sýna, að yfirmann læknastéttarinnar skortir í þessum hugleiðingum sínum stillingu og skýra hugsun, hæfileika til að meta með sanngirni bresti og verðleika læknanna, þekking á heilbrigðismálum og prúðan rithátt. — Hr. J. J. gerir mikið að því að uppnefna menn. Ráðherrann nefnir einn af embættismönn- um sínum í læknastéttinni venjulega ,,dverginn“. Gjarna mætti hr. J. J. óska þess, að ritsmfð hans um læknana væri meiri dvergasmíð, að innri og ytri búningi. Dánarfregn. Ólafur Rósenkranz, háskólaritari, andaðist 14. nóv. Hann var flestum læknum, ef ekki öllum, kunnur, og öllum að góðu. Embætti. Sigvaldi Kaldalóns hefir nú tekið við héraðslæknisembættinu í Keflavík, sem hann áður hafði afsalað sér. (Sbr. Keflavíkursennan í þessu tölublaði),

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.