Læknablaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
189
grauta, ávexti og ávaxtasafa, og á 5.—6. mánuði grænmeti og jarÖávexti.
Góð hir'Öing, sól, loft og hreyfing hafa mikla þý'Öingu, a'ð því er vi'Ökemur
að auka mótstöðuafl líkamans, og draga úr rachitis-hættu. Við langvarandi
infecta (tb., recidiverandi pneumoniur, rhinopharyngita eða pyelita o. fl.)
verður að leggja enn meiri áherslu á kjarnmikla fæöu.
Sama reglan gildir um næringu anæmi-sjúklinganna; hún verður að vera
fjölbreytt, kjarngóð og mjólkin lítil, 200—300 gr. á dag, eða jafnvel engin
hjá stálpuðum börnum. Hafi barnið niðurgang, verður að bæta úr því fyrst;
en séu hægðir tregar, má hyrj a þegar í stað með kostbreytinguna. Það nægir
ekki að segja móðurinni aö minka mjólkina og auka annan mat; það verð-
ur að láta hana fá lista yfir hvað barnið megi og eigi að borða. Peli má ekki
þolast. En erfitt er að fá þær til að brjóta pelann; þær segjast ekki fá
svefnfrið án hans; en úr því má bæta með Bromural; þráfaldlega kveð-
ast þær halda áfram með pelann samkvæmt læknisráði, til þess að hægt
sé að koma næringu í barnið, er þaö veikist. Það verður að búa þær undir,
að barnið muni svelta sig fyrstu dagana, og vara þær við að neyða það til
áts. Þau láta undan, þegar þau sjá alvöruna, og borða þegar þau eru orðin
svöng, en það er þeim venjulega ókunn tilfinning. Með þessu einu má lækna
veikina, en það tekur 2—4 mánuði.
Skjótastur og öruggastur bati fæst, jafnvel þar sem þungur infect. er
fyrir, með blóðtransfusion. Á sjúkrahúsum má gefa það intravenöst (sin-
öst) eða intraperitonealt (defehrinerað), en einföldust er intramuskulera að-
ferðin. Eg nota hana eingöngu, og hefir gefist hún ágætlega. Blóðið, 5—10
ccm. tek eg frá öðru hvoru foreldranna, eða sé þess ekki kostur, frá hverj-
um þeim, hraustum manni, er til næst. 2)4% steril natrium citrat-upplausn
er dregin gegnum dæluna, áður en blóðið er tekið úr vena cubiti, og síðan
dælt inn í gluteana. Venjulega er dælt 5 ccm. í 2 fyrstu skiftin, en 7—10
ccm. úr því. Ekki hefi eg þurft að gefa fleiri en 5 dælur á 3ja daga fresti.
Batinn kemur jafnaðarlega í ljós, þegar eftir 1. eða 2. dælu; barnið verður
rólegra, sefur værar og fær betri matarlyst. En fullkominn, kliniskur og
hæmatologiskur bati fæst á 4—8 vikum, sé ekki barnið altekið af einhverj-
um infect. Auk transfusiona og breytts mataræðis, er gott að gefa járn
með, í stórum skömtum, t. d. ferri reducti gr. 0.1—0.5 á dag, eða ferr.
carbon. saccharat, ferri oxyd. saccharat, sem börnum fellur betur. Idozan hefi
eg rnikið notað, og reynst vel; krökkunum finst það hreinasta sælgæti.
Reiðilestur dómsmálaráðherrans.
Ráðherra heilbrigðismálanna, hr. J. J., hefir nýverið hirt þrjár langar
greinar í stjórnblaðinu „Tíminn“ (68.—70. tbl.), um hið hörmulega ástand
í læknastéttinni. Ekki er fljótgert að rekja i stuttu máli staðhæfingar né
hugsanaferil ráðherrans, sem er býsna reikull. Tilefnið er vitanlega sam-
tök Læknafél. íslands til þess að reyna að koma í veg fyrir handahóf það,
sem átt hefir sér stað fyrirfarandi, við veiting læknaembætta. Ráðherrann
notar aðferð, sem ekki er óalgeng meðal stjórnmálamanna í opinberum deil-
um, að vaða elg un: ýmislegt, sem er fjarri málefninu, er fyrir liggur, Að-