Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1932, Page 7

Læknablaðið - 01.01.1932, Page 7
18. árg. 1.-2. tbl. lonHiioig Reykjavík, jan.-febr. 1932. Glæpir og geðveiki. (Fyrirlestur fluttur i Málflutningsmannafélagi Reykjavikur 12. febr. 1932). Eftir dr. med. Helga Tómasson. Háttvirtu áheyrendur! Eins og yÖur er kunnugt, má skoöa glæpina frá ýmsum hli'Öum. 1) Sem objektiv socialpsykologisk fyrirbrigði, þ. e. fyrirbrigði, sem hafa ákveðin psykologisk áhrif á borgarana yfirleitt. 2) Sem subjektiv individucd-psykologisk fyrirbrigði, þ. e. eftir viðhorfi hins brotlega manns sjálfs til þess, hvernig á glæpnum standi. 3) Sem juridisk fyrirbrigði. 4) Sem biologisk mcdicinsk-psykologisk fyrirbrigði. Juridiskt eru glæpir ákveðnir verkvaðir, tilteknir i hegningarlögum land- anna, og taldir refsiverðir samkvæmt þeim. Hegningarlögin eru m. ö. o. fyrst og fremst um ákveðna verknaði, en ekki um mennina. Þeir, sem fram- kvæma þau, hafa að visu með menn að gera, en þó hefir það ekki altaf verið svo, sbr. það, er menn áður dæmdu og refsuðu dauðum hlutum og dýrum. Læknisfræðilega eru glæpirnir aftur á móti aðeins cinkenni um sálar- ástand rnanns, eins og hvert annað framferði hans, án tillits til hegningar- laganna eða annara laga. Eins og öll önnur medicinsk einkenni, eru þeir árangur af samhrifum einstaklingsins og umhverfisins, af gagnkvæmum áhrifum þess á hann og hans á það. Læknirinn tekur þá eins og hvert annað problem, er hann hefir með að gera: 1) Safnar saman einstökum facta og 2) leitast síðan við að skýra orsakasamband þeirra samkv. almennum fysiologiskum eða patologiskum lögmálum fræðigreina sinna, m. ö. o. hann reynir að finna orsakasambandið á milli vissra mannlegra eiginleika og vissra atriða úr umhverfi mannsins og hins glæpsamlega afbrots. 3) sér læknirinn máske einhver ráð til þess að fara með „sjúklinginn” þannig, að honum verði minna hætt við að gerast á ný sekur í hinu sama. Þó eg segði „sjúklinginn", þá meinti eg það auðvitað í gæsalöppum, því það er engan veginn víst, að endilega þurfi að vera um að ræða sjúkling í þessa orðs þrengstu og eiginlegustu merkingu. Glæpsemi er auðvitað socialt hugtak, en ekki biologiskt medicinskt, en það útilokar ekki, að beitt verði raunvísindalegum, biologiskum hugsunar- hætti gagnvart þeim atriðum hjá einstaklingi og umhverfi, sem telja verður orsakir glæpseminnar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.