Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 20
i4 LÆKNABLAÐIÐ Staðdeyfing við beinbrot. . Eins og allir vita, er þa'Ö ólíkt au'Öveldara aÖ setja beinbrot í rétt lag, ef sjúkl. er svæfÖur og vöövar slakir. Nú nota sumir staðdeyfingu í stað svæfingar og þykir gefast vel. 20—40 ccm. af 2% novocain-upplausn er dælt inn að brotendunum, inn í blóðið, sem safnast umhverfis þá. Brotið verður þá tilfinningarlaust og vöðvar slakna. Ströng asepsis. (D. med. W. 14./8. ’3i). G. H. Kvef-ultravirus. Það lítur svo út, sem orsök kvefsins sé að lokum fundin. Það eru Ame- ríkumenn, sem hafa gert þá uppgötvun: Dochez, Mills og Kneeland í New York. Dýratilraunir með kvef eru erfiðar, því fá dýr eru næm fyrir því. Þó reyndist þessum læknum að chimpanseapar líktust mjög mönnum að þessu leyti. Voru þeir þvi notaðir til tilraunanna og mestu varúðar gætt, að þeir yrðu ekki fyrir neinni aukreitis smitun. — Nef og kok var skolað að inn- an á mönnum með ótvírætt kvef, á fyrsta sólarhr. eftir að kvefið byrj- aði, skolavatnið síað gegnum sýklasíur og spýtt inn í nef dýranna. Þau fengu þá kvef eftir 24—48 klst., hnerra, nefstýflur, hósta og slímrensli úr nefi. Kvefið varaði í 5 daga til 2 vikur. Væru sjúkir apar hafðir með heilbrigðum, þá smituðust þeir af k\æfinu. Hefir þetta verið reynt á fjölda dýra. Meðan kvefið varir, fjölgar mjög sýklum í nefi og koki dýranna: Strep- toc., hæmolyt. og inflúensu-sýklum. Nú voru sömu tilraunir gerðar á mönnum. Þeir sýktust á sama hátt eftir ca. 24 klst. Með skolvatni frá þeim mátti sýkja aðra og svo koll af kolli. Nú var reynt að rælcta virus í loftleysu og hæfilegu næringarefni, með lifandi fósturvef í. Þetta tókst að lokum, og má nú geyma kvefvirus hve lengi sem vera skal. Annars er það furðu lífseigt: Þolir geymslu í ísskáp í 13 daga eða lengur. I mótsetningu við apa sýnast sýklar ekki fjölga í nefi og koki kvef- sjúkl., en þó reynist í N. Y., að lungnabólga og infl. elta kvefið. Senni- lega ryður það þeim braut. Nú er eftir að vita, hvort þeir góðu menn geta fundið nokkurt ráð við kvefinu. Það sýnist þó spor í rétta átt, að geta ræktað og einangrað virus. (Lancet 5-/9. '31). G. H. Codex ethicus. Margbrotinn er hann hjá Englendingum, eins og sjá má á þessu broti um það, er annar læknir er kallaður til: X. Læknir sjúkl. ákveður stað og stund. 2. Komi hann ekki á réttum tíma, skoðar aðkomulæknir sjúkl. og skil- ur eftir álit sitt skrifað í lokuðu umslagi. 3. Læknir sjúkl. segir fyrst historia rnorbi. 4. Læknir sjúkl. fer fyrst inn í herb. sjúkl. á undan aðkomulækni, og kynnir honum sjúkl. Hann gengur á eftir aðkomulækni út úr herberg- inu. Um diagnose, meðferð o. þvíl., skulu læknarnir tala einslega.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.