Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 10

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ eða minni einkenni geðveild eða geðveilu. Nokkuð sama fann áður próf. Reiss í Ludwigsberg, 88%. Auk almenns andlegs vanþroska ber eink- um á misvægi í tilfinningalífi þessara manna. Orsakir afbrotanna mátti að heita altaf rekja til ,„meðfæddra“ eiginleika hjá mönnum þessurn. Hjá 11% virtist um ættgenga andlega veilu að ræða, oft voru heilar fjölskyld- ur kriminellar, og þær eru vanalega stórar. Vana-glæpamennirnir áttu að meðal tali 4 systkini hver. Ökonomiskar kringumstæður foreldranna vana- lega góðar, en afleitt fjölskyldulíf, vegna geðveilu foreldranna og einkum alkoholisma föðursins (í 40%). 20% = 5. hver þessara manna, hafði orð- ið brotlegur við hegningarlögin þegar á barns- eða uppvaxtar-árunum. Allskonar eiturnotkun er mjög algeng með vana-glæpamönnum, fyrst og fremst óhófleg tóbaksnautn, alkoholismi (50%), einnig morfin- og cocain- notkun. Oftast eru þeir hypersexuell og oft sexuelt abnorm á einn hátt eður annan. Rannsóknir þessar benda til þess, að vana-glœpamenn séu að licita má allir eitthvað psykiskt abnormir. Eins og eg tók fram, þá er ekki til neinn sérstakur geðsjúkdómur, sem glæpsemin sé aðaleinkennið upp á. Og heldur ekki er til nein sérstök mann- tegund, sem glæpsemin sé sérkennileg fyrir. Lombrosos L’huomo delin- qvente er, að geðveikralækna dómi ekki til í hinni upprunalegu meiningu Lombrosos, þó að rit hans vafalaust eigi rót sína í raunveruleika, eins og eg síðar mun koma að. Hið einasta kriminella sérkenni, sem flestir víst viðurkenna að sé til, er hið kriminella augnaráð, sem mér vitanlega eng- um þó hefir ennþá tekist að lýsa, en sem mjög æfðir specialdómarar og mjög æfðir réttarlæknar telja sig þekkja með vissu. Hvaða glæpi fremja geðveikir einkum? Skýrslum um þetta virðist bera nokkuð vel saman frá Norðurlöndum og Þýskalandi. Eg tek því sem dæmi skýrslu, sem mér er vel kunn, af vissum ástæðum. 1212'menn, sem 1905—26 höfðu verið lagðir á VI. deild á Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn, observationis causa, voru langflestir, 745, þar vegna auðgunarbrota, 233 vegna skírlífisbrota í víðustu merkingu, 122 vegna ofbeldisverka. Aðrir glæpir voru miklu sjaldgæfari (Wimmer). Auðgunarglæpir n i r eru vitanlega langalgengastir, eins og í öll- um kriminalstatistikum. Andleg afbrigði þeirra, er þá höfðu framið, var fá- vitaháttur á ýmsum stigum í 208 tilf. og svonefnd dcgencratio psychopathica, — eða andleg brengiun, án þess að um sérstakan geðsjúkdóm sé að ræða — í 243 tilf., þ. e. a. s. sumpart menn, sem fyrir skynsemisskort eða aðra vöntun, veitir erfitt að komast heiðarlega í gegnum lífið, og sumpart menn, sem beint eru háðir asocial og amorölskum hvötum og tilhneigingum að mjög miklu leyti. Organiskir hcilasjúkdómar og alkohol, sem á líkan, en máske vægari hátt brýtur niður andlegar hömlur manna, leggja drjúgan skerf til andlegs afbrigðiástands, sem verður valdandi margra þessara glæpa. — Annar aðalflokkurinn voru allskonar skírlífisbrot, 213 voru í honum; var aðallega um 3 teg. andl. abnormitets að ræða: fávitaháttur (60), degen. psyclwpathica (70) og sljófgaðir (43), aðallega fyrir elli sakir. Þriðji aðalflokkurinn er ofbeldisverk, 122 afbrot. Er hér oftast

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.