Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 18
12
LÆKNABLAÐIÐ
Röntgen-myndir, sem teknar höföu veri'Ö af sumurn þeirra, höfðu sýnt greini-
lega silicosis pulmonum, en tæringarbakteríur ekki fundist. Verksmiðjan
reyndist sóðabæli og fægiduftið, sem fauk um alt loftið, var 80% fíngert
kvartsmjöl.
Hér á landi verða margir að anda að sér rniklu ryki og fínum sandi, eins
og t. d. í moldar- og sandrokum, sunnanlands ekki síst. Skyldi fíngerður
basaltsandur ekki vera undir það eins varasamur og kvartsmjöl?
Fyrir nokkrum árum komu oft til mín sjúklingar með svonefnda heymœði
og bronchitis clironica, er þeir kendu ryki úr heyi. Á seinni árum ber minna
á þessu, og hygg eg, að það sé nokkuð að þakka því, að eg ritaði um skað-
semi heyryks, Ijæði í eitt af blöðunum hér og í Hcilsufrœði minni, og lagði
þau ráð, að nota heygrímu eða klút fyrir nefi og munni (hið síðara hefir
reynst alveg eins nothæft ef ekki betra, og langtum ódýrara). Heyryk staf-
ar stundum af myglu, og má vera að bæði myglan og gerlar henni samfara
séu slæm corpora delicti, en oft veit eg, að mikið er af kisilsýrumjöli í hey-
ryki, ckki síst í eltingarheyi og lægra gróðri (barnamold, sem stafar frá
diatomca, mun að miklu leyti vera kísilsýra). Það er þess vert að við ís-
lenskir læknar gefum þessu máli gaum, og sérstaklega þeir sem fara með
Röntgen-áhöld. Stgr. Matth.
Bólusótt
er víðsvegar um heim, lítið ])ó tiltölulega í Evrópu, en allmikil og talsvert
skæð í aðalheimkynni sínu, Indlandi, og víða í Afríku, ennfremur í Mexícó.
Þar dóu i hitt eð fyrra 9208 (eða ca. 56: 100.000), en á Indlandi er talið
að 150.000 hafi dáið úr bólu 1930.
Eftirtektarverð er útbreiðsla vægrar bólusóttar á Englandi, einkanlega síð-
an í styrjaldarlokin. 1920 komu fyrir 2S0 sjúklingar, jókst svo allhratt upp
i 14767 1927, en hefir síðan fækkað niður í 11839 árið 1930. Það ár dóu
þó að eins 28. Þó veikin sé yfirleitt mjög væg, svo að fólk tekur henni
hræðslulítið, þá koma fyrir mannskæð og ljót tilfelli.
Hvað snertir háttalag bólunnar gagnvart bólusetttum og óbólusettum seg-
ir landlæknir George Newman, sem til dæmis, að af 3518 sjúkl. innan 15
ára voru 3509 óbólusettir (þ. e. 99,8%) ; um 4 var óvíst, en að eins 5 höfðu
verið bólusettir (með útkomu).
Og af 1100 sjúkl. yfir fertugsaldur voru að eins 262 óbólusettir, um 57
var óvíst, en 772 (þ. e. 70%) höfðu verið bólusettir í eitt skifti, og að eins
9 endurbólusettir.
15 ár virðist bólusetning gefa góða vörn.
Undanfarnar tölur sýna ljóst þýðingu bólusetningarinnar nú sem fyr.
Sumir enskir læknar hafa haldið því fram, að þessi enska bóla sé svo
væg (variola minor), að hún megi teljast annars eðlis en variola vera og
alastrina eða variolois. Gegn því talar, að alvarleg og ekta bólusótt kemur
fyrir.
Sérstaklega hefir borið á því síðustu árin í Suður-Afriku (North-
Rhodesia), að þar hefir gengið bólusótt, þar sem samtímis bar á talsverðri
skæðri bólusótt innan um þá vægu. Manndaqði varð þó ekki nema 6.6%