Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 15

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 0 VíÖtækar, nánari rannsóknir hafa í öllum aÖalatriðum sta?5fest þessar rannsóknir Kretschmers, einkum að því er snertir hina pyknisku og ast- henisku. En Kretschmcr gerði meira en a?5 eins a?5 sýna fram á, a?5 þessar líkams- byggingar kæmu sérstaklega fyrir viÖ þessar tvær tegundir ge?5sjúkdóma. Hann elti einnig uppi, hvernig heilbrig'Öir menn, me'ð þessum líkamseinkenn- um væri skapi farnir, og komst a?5 raun um, að skaplyndi hinna heillirigðu pyknisku virtist náskylt skaplyndi hinna manio-depressivu, og ennfremur, a'ð skaplyndi hinna heilhrigðu asthenisku virtist náskylt hinna schizophrenu. Skaplyndi hinna heilhrigðu pyknisku nefndi hann „zykloid“, en hinna heil- hrigðu asthenisku ,,schizoid“. Þessar rannsóknir hafa því mjög stutt þá skoðun, að geðsjúkdómarnir væru að eins, ef svo mætti að orði kveða, „útskeklar“ almennra, sálarlegra eiginleika. Nokkrar rannsóknir á líkamsbvggingu fanga hafa einnig verið gerðar nýlega eftir þessu kerfi. Michel fann vanaglæpamennina oftast athletiska, þar næst atheniska eða samhland af þessu; en mjög sjaldan pykniska. Sama hafa Rohden og Vicr- stein fundið. Kinberg hefir 1931 einnig veitt þessum typum eftirtekt, og m. a. þótst geta séð samrcerni á miili þess hvernig glæpurinn er framinn og milli skaplyndis þess, er ætla mætti að afbrotamaðurinn hefði, dæmt út frá líkams- byggingu hans. Birtist þannig á ný lík skoðun og Lombrosos, að nokkuð mætti af hinu yrra marka, hvað innar fyrir væri, og þá þar með l’huomo delinqvente, ef hann skyldi vera til, sem sérstakt afhrigði af tegundinni homo sapiens. Háttvirtu tilheyrendur. Það mun talið nú á dögum eitt frumskilyrðið að skilja „glæpina“, til þess að geta við þeim gert. Einn liður í því er psykiatrisk skoðun á afbrotamönnum. ekki til þess að diskulpera eða álíta alla glæpi geðveiki, heldur til hins, að geta máske séð hvaða leiðir mundu heppilegast- ar til þess að beina þeim bræðrum og systrum vorum, sem gerst hafa brot- leg við hegningarlögin, inn á rétta braut, og hindra þau í að gerast brot- leg við þau á ný. Helstu heimildir: Goring, Chs.: The english oonvict. Home Office blue hooks, I-ondon 1919. Schröder, G. E.: Psykiatrisk Undersögelse af Mandsfanger i Danmark, Kbh. I. 1917, II. 1927. Healy, Will.: Arch. of neurol. & psychiatry, 14, 25. 1925. do. The individual delinqvent, Boston 1929. Kinberg, Olof: Aktuella kriminalitetsproblem, Stockholm 1930. Wimmer, Aug.: Meddelelser fra K. H. VI, IV, Kbhvn. 1928. Kretschmer, E.: Körperbau & Charakter, Berlín 1922.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.