Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1932, Side 16

Læknablaðið - 01.01.1932, Side 16
IO LÆKNABLAÐIÐ Dómurinn í Liibeck-málinu var kveÖinn upp um mi'Öjan febrúarmánuÖ og hljóÖaÖi á þá leið, aÖ próf. Deycke var dæmdur í tveggja ára fangelsi og dr. Altstaedt í 15 mánaÖa fangelsi, en aðrir, sem ákærðir voru, sýknaÖir. Mörgum þykir dómurinn harður, einkanlega dómurinn yfir Altstaedt, sem aðallega hefir orðið það á, að bera of mikið traust til Deycke, oftreyst honum um bóluefnistilbúning- inn. En versta yfirsjón har.s hefir verið sú, aÖ kalla ekki alt bóluefnið strax inn þegar sýnt var að það var hættulegt. En bæði hann og aðrir héldu fyrst að ekkert af bóluefninu væri saknæmt, ncma það, sem látið hafði verið úti einn tiltekinn dag, en gerðu sér ekki grein fyrir hvílíkum ósköpum þeir voru búnir að koma af stað. Þýsku læknarnir lofa dómarana fyrir dugnað þeirra í að afla sér þekk- ingar í bakteriologi, fyrir samviskusemi og einlæga viðleitni til að skilja alla hluti og mennina með. Áður en forseti dómsins las upp dóminn yfir Deycke vottaði hann honum virðingu sína, og lýsti yfir því, að rétturinn væri sann- færður um, að tilgangur hans með því sem hann hefði gert, hefði verið göf- ugur, þótt svona illa hefði farið. N. D. Lungnabóiga — Pneumothorax. Fyrir eitthvað ári síðan hringdi eg upp einn af okkar velmetnu lækn- um og sagði honum, að nú hefði mér dottið nokkuð gott i hug. Eg vildi reyna að nota pneumothorax við lungnabólgu. Bólgna lungað hefði ekki gott af því að hreyfast við hvern andardrátt, heldur væri því best að vera hrevfingarlausu, þvi svo væri um allar hólgur. Þá tæki og fyrir takið. Fleira taldi eg þessu til ágætis, en hinn tók dauflega i það og benti, sem vonlegt var, á ýmsar hættur, sem kynnu að vera þessu samfara. Varð það úr, að hann vildi ekki hætta á að reyna það. Nú hefir J. J. Coghlan ritað grein um þetta i Lancet (2. jan. '32).. Hefir ha.nn reynt aðferðina á 6 sjúkl., og gefist hún betur en eg gat bú— ist við. Óðar en pneumothorax er myndaður, hverfur takið, og andardrátt- urinn verður djúpur og eðlilegur. Stuttu á eftir breytist sjúkl. likt og sótt- hvörf væru komin. Hitinn fellur, og þurra, heita húðin verður rök, þvi talsverðum svita slær út um sjúklinginn. Honum finst sér stórum léttara, likt og bati væri kominn. Það kom nú i ljós, að loftið í pleura eyddist mjög fljótt á lungnabólgu- sjúkl., hvarf að mestu á /2—1 sólarhring. Hitinn hækkaði þá aftur, og má vera, að tak komi þá um leið. En óðar en lofti var blásið inn á ný, færðist allt til betri vegar. Þurfti ekki að dæla inn lofti oftar en 2svar, á neinum sjúkling. Coghlan segir, að pleura sé oft svo viðkvæm á lungnabólgusjúkl., að nauðsynlegt sé að staðdeyfa ástungublettinn vandlega á undan. Hann seg- ir, að ekki sé það vandalaust að koma loftinu inn i pleura. Aðferðinni er talið þetta til gildis: Takið hverfur, andardráttur verð- ur eðlilegur, bólgna lungað kemst í kyrð, smitandi uppgangur berst ekki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.