Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1932, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.01.1932, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 15 5. A'ðkomulæknir skal segja sjúkl. eða aðstandendum hans frá niðurstöðu læknanna að lækni sjúkl. viðstöddum. 6. Séu læknarnir ósammála, skulu þeir báðir skýra sjúkl. frá hvað á milli ber. 7. Læknir sjúkl. skal segja honum fyrirfram, hve mikið það kostar að sækja annan lækni. 8. Sé bréflega leitað ráða annars læknis, skal læknir sjúkl. skrifa vand- aða sjúkdómslýsingu, en hinn senda honum álit sitt í lokuðu bréfi. 9. Hvort oftar sé leitað ráða aðkomulæknis eða ekki, fer eftir áliti lækn- is. sjúklingsins. Þó sumum kunni að finnast slíkar reglur sem þessar óþarfar, þá eru þær í raun og veru ekkert annað en lýsing á framkomu kurteisra, ment- aðra manna. G. H. Blóðvatnslækning við krabbameini. Dr. T. W. Lumsden (London) dældi krabbameinsvef inn í kindur. Þær sýkjast ekki af krabbameini, en mynda þó varnarefni gegn því, og kemur það fram í blóðvatninu. Sé það sett í krabbavef, sem rælctaður er í glasi, drepst vefurinn á fám mínútum, en heilbrigðir vefir ekki. Yfirbor'ðs-krabba- mein á dýrum mátti drepa með því að dæla blóðvatninu í þau og lækna þau þannig, en ekki tókst þetta með stór mein og djúplæg. Væri blóð- vatninu dælt inn í æðar, þoldu dýrin ekki svo mikinn skamt, að hann nægði til lækningar. Var þá reynt að einangra anti-efnið og tókst að gera blóð- vatnið tífalt sterkara og lítt eitrað. Með þessu sterka blóðvatni hefir tek- ist að lækna krabbamein á músum og einnig að gera þær ónæmar fyrir því. Lengra er ekki sagan komin sem stendur, en ekki er það óhugsandi, a'ð hér sé að lokum fundið lyf við krabbameini. (J. A. m. Ass. 5-/9. ’3i). G. H. Fjörutíu og sjö læknar voru kosnir á spánska þingið. Læknar njóta þar mikils trausts hjá al- menningi. (Ib.). G. H. Calmette. 90.000 börn voru bólusett gegn berklaveiki í Frakklandi árið 1930. Barna- dau'ði reyndist mjög litill, bæði úr tb. og öðrum sjúkd. Stjórnin borgar alla framleiðslu á bóluefninu, og fá bæði læknar og ljósmæður það ókeypis. (J. A. m. A. 30./5. ’3i). G. H. Abortus provocatus. Af 880 læknum í Hamborg voru 92% algerlega mótfallnir þvx, að slaka á álcvæðum hegningarlaganna eða leyfa fósturdráp af öðrum ástæðum en „medicinskum“. G. H. Pneumococci hafa til þessa verið taldar 4 „typur“: Fjórði flokkurinn vissu menn að voru fleiri tegundir. Nú hafa Amerikulæknar fundið, að i honum eru ekki færri en 27 typur, og vandast nú málið með serum og. bólusetningu gegn öllu þessu. (J. A. A. 20./6.). G. H.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.