Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 3 Allar kunnar rannsóknir benda yfirleitt í þá átt, að kriminalitet meðal geðveikra og gcðveilla sc miklu meira en meðal hinna andlega heilu. Þó er langt frá, a'ð til sé nokkur glæpsemis-geðveiki; þvert á móti virð- ist hvaða tegund andlcgs abnormitets sem er, g e t a orðið valdandi að svo að segja hvaða glæp sem vera skal, enda þótt að vissar teg. geðveiki og geðveilu einkum verði valdandi að vissum tegundum glæpa, eins og eg seinna mun minnast á. Önnur leið, sem farin hefir verið til þess að rannsaka sambandið á milli glæpa og geðveiki er sú, að rannsaka sálarástand fanga. Nokkrar nýjustu rannsóknir á því sviði, skal eg nefna. Goring rannsakaði 3000 fanga í Englandi, og fann að 10—20% af þeim voru haldnir þungum geðsjúk- dómi eða voru mjög geðveilir. Vægari stigin rannsakaði hann eigi. Með líkum mæli var geðveikistalin hjá þjóðinni sem heild ca. 3%0. I Þýska- landi, Sviþjóð og Danmörku fundu menn álika tölur, 10—15%. Seinni og miklu nákvæmari rannsóknir, eins og George E. Schröders í Kaupmanna- höfn og Will. Healy í Boston, þar sem einnig er gerð grein fyrir vægari stigum andlegra afbrigða meðal fanga, sýna að 25—30% af þeim hafa verið psykiskt abnorm á einhvern hátt, ílestir — ca. 20% — haldnir hinni svonefndu degeneratio psykopathica (andlegri brenglun), 8—10% andlega vanþroska, 1—2% haldnir. eiginlegum geðsjúkdómi. di Tullio hefir 1929 birt rannsóknir á 8000 föngum í Róm og finnur geðveiki eða geðveilur hjá meir en helmingnum, 4364, — en hann telur alkoholiskar komplikationir með, og þær eru í 1104 tilfellum. Hinir telja þær í flokki fyrir sig. 1929 hefir IVill. Hcaly enn birt rannsóknir á orsökinni til glæpa 823 karla og kvenna, og tilfærir andleg abnormitet sem aðalorsök í 490 tilfellum, sem aukaorsök í 135, alkoholisma og vandræði á heimilunum í 162 tilfellum o. s. frv. — Andleg abnormitet eru hjá honum sem sé langalgengustu orsakirnar. Fyrir nokkrum árum birti Gluck skýrslu um rannsóknir á 608 nýjum föngum í Sing-Sing fangelsinu i New York. 59% sýndu sig að vera and- lega áfátt að einu eða öðru leyti, 28,1% voru að gáfnafari svarandi til 12 ára barna eða yngri, 18,9% voru þannig andlega brenglaðir, að óhugs- andi virtist, að þeir gætu aðlagast kröfum nútímaþjóðfélags, 12% voru haldnir ákveðnum geðsjúkdómi. Loks hefir Caldwell 1929 gert rannsóknir á andlegum þroska — gáfna- fari — 492 drengja, að meðaltali 14 ára, og 252 stúlkna i Wisconsin, sem gerst höfðu sek um glæpi. — Gáfnafarið er oft gefið upp í gáfnafars- kvótanum, en það er hlutfallið á milli gáfnafarsaldursins og almanaksald- ursins, — Gk = Ga/Aa. Ef t. d. 10 ára unglingur aðeins leysir þau gáfna- próf, sem svara til 6 ára, þá er Gk 6/10 = 60%, eða 60, eins og það er stytt venjulega. Gáfnafarskvótinn er talinn haldast óbreyttur alla æfi, frá 4—5 ára aldri. Kvóti á milli 86 og 105 er talinn normal, undir 86 fyrir neðan meðalgáfur, yfir 105 meir en meðalgáfur. Meðal barna upp og niður voru 11,2 undir meðal, 349 yfir meðal gáfum; meðal kriminellu barnanna voru 64,9 und- ir, en aðeins 1,6% yfir meðaltalinu. Nýlega hefir austurriskur læknir, próf. Micliel, birt mjög nákvæmar rann- sóknir á nokkrum hundruðum vana-glœþamannn. 83% þeirra höfðu meiri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.