Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 5 um degen. psycliop. og fávitaliátt eÖa alkoholismus a8 ræÖa, sjaldnar nokk- uð um geðsjúkdóminn paranoia, mclanclioli, flogaveiki o. fl. — Di Tullio, sem eg áðan mintist á, hefir haft tækifæri til þess að rannsaka 400 morð- ingja. Hann álitur að 373 þeirra hafi verið psychisk abnorm með einu móti eða öðru. 137 höfðu epilepsi, 175 „neurastheni“, 45 degen. psychop. Kinherg álítur morðingja alt að 200 sinnum oftar geðveika en heilbrigða. M. ö. 0.: Vissir glcepir hljóta mjög að vekja grun um geðveiki lijá þeim, er þá fremja. En það eru einkum öll liryðjuverk, morð, íkveikjur og aðrar skemdir, misþyrmingar og kynferðisglœpir, sem hér 'koma til greina. Alveg sérkennileg einkenni fyrir afbrot geðveikra eru ekki til. Þó getur, eins og eg mintist á, tegund glœpsins vakið grun um geð- veiki; ennfremur getur það, hvernig hann er framinn, leitt líkur að því, að um geðveiki sé að ræða, og loks það, gagnvart hverjum glæpurinn er framinn. Surnir geðveikir, t. d. paranoia-sjúklingar og sjúkl. með degen. psycho- pathica, geta verið afar útspekuleraðir í glæpum sinum, eins og öðrum gerð- um; fávitar eru oft einnig talsvert útsmognir. Oftar eru þó glæpir geð- veikra frekar einskonar skyndibrögð, óundirbúnir, illa eða rang-hugs- aðir, klaufalega eða kjánalega frarndir. Er þetta mjög ljóst með sljófg- aða sjúkl. fyrir elli eða sjúkdóms sakir, svo og með fávita. Þannig kem- ur fyrir, að þeir t. d. stela um hábjartan dag, frammi fyrir augunum á eigandanum, áð heita má, standa máske og masturbera eins og þeim sýn- ist coram publico eða eru áberandi sexuel í framkomu gagnvart konum, án tillits til þess, hver kunni að vera viðstaddur annar. — Lík, ósjálfráð skyndibrögð, „automatiske og impulsive handlinger“, koma oft fyrir í þoku- vitundarástandi vegna flogaveiki, alkoholnautnar eða ofsalegra geðbrigða. — I enn öðrum tilfellum er það grimd sú, sem lýsir sér í glæpnum, sem grun vekur um geðveiki, t. d. við nauðgunarglæpi, misþyrmingar, morð o. s. frv. Er þá langoftast um að ræða þokuvitund eða rugl hjá flogaveik- um eða drukknum, eða þokuvitund fyrir geðshræringar sakir hjá sjúkling- um, sem haldnir eru degeneratio psychopathica, stundum einnig hjá fávitum. Gcgn hverjum glœpurinn er framinn, er oft nóg til þess að vekja grun dómarans um geðveiki. T. d. þjófnaður á allskonar ónothæfu rusli, nauðg- unartilraunir við há-aldraðar konur, eða ungbörn, árásir á alsaklausa menn, morð á eiginkonu eða eiginmanni eða börnum. Þó geta við barnsmorð legið svo sterk „social, ökonomisk eða umoralsk motiv“ (Wimmer) til grund- vallar, að þau fullskýri oft glæpinn. En oft er þess að gæta, að þessi motiv ná einmit því aðeins þvi valdi á viðkomanda, sem raun er á, að hann hef- ir verið eitthvað andlega veill. — Um barnsmorð rétt eftir fæðingu er oft- ast nær öðru að gegna. Konur eru þá oft í þokuvitundarástandi eða ruglað- ar um stundarsakir — í „transitorisk Taagetilstand“ — vegna líkamlegra eða andlegra orsaka, og kemst þá engin hugsun að hjá þeim, er þær fremja barnsmorð. Eg hefi tekið fram, að tegund glæpa, hvernig þeir eru framdir og gegn hverjum þeir eru framdir, alt getur orðið til þess að vekja grun dómarans eða annara úm að sá, sem þá hefir framið, sé ekki andlega heill. V is sa fyrir þvi, hvort um geðvciki sé að ræða eða ekki, getur að eins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.