Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 3
mnmm 19. árg. Reykjavík, mars—apríl. 3. tbl. Rhinogen höfuðverkur. Höfuðverkur er mjög algeng kvörtun hjá sjúklingum, og því tíÖ orsök þess, að menn leita læknis. MeðferÖ hans mun vera eitt af tíðustu við- fangsefnum læknisstarfseminnar, en jafnframt eitt af þeim erfiðustu. Þetta er ofureðlilegt, því að orsakirnar til höfuðverkjar geta verið svo margar, að ekki er altaf hlaupið að því að finna orsökina í hverju ein- stöku tilfelli. Það mun því oft verða hlutskifti þessara sjúklinga, að þeir leita margra lækna eða ]>eir eru sendir frá einum lækninum til annars, og enginn finnur neitt, eða þá hitt, að hver einstakur læknir þykist eitthvað hafa fundið, sem vera kynni orsökin til höfuðverkjarins. Einhvern tíma á þessari hringferð sjúklingsins kemur hann til, eða er sendur til, háls-, nef- og eyrnalæknis og hann beðinn að athuga ástand nefhólfanna. í þessari stuttu yíirlitsgrein verður ekki rætt um bólgu í sin. paranasal., en aðeins minst á það í differentialdiagnosis, heldur verður hér aðal- lega talað um breytingar innan í nefinu (anatomiskar breytingar á sept. nas. og conch.), sem geta valdið höfuðverk. Áður en lengra er haldið, þykir hlýða að drepa á svokallaðar nasalar- reílex-neurosur, sem annaðhvort stafa af funktionellum truflunum eða af organiskum breytingum í nefi. tlt frá slímhúð nefsins ganga ýmsir reflexar, sem undir normölum kring- umstæðum, að minsta kosti á meðan þeir halda sér innan vissra takmarka, má skoða sem fysiologiska. Pathologiskir verða þessir reflexar, þegar þeir fara að koma í köstum hvað eftir annað, eða þegar þeir koma fram á þeirn svæðum í líkamanum, sem ekki virðast verða fyrir áhrifum frá nefinu. Reflexboginn fer i gegnum centrin í medull. ol)long. og þaðan út í peri- feriuna, og þar koma fram motoriskar, vasomotoriskar (vaso-dilatoriskar) og sekretoriskar truflanir. Ástæðan til þessara auknu reflexa er disposition og ýmsar tækifæris- orsakir. Funktionellar truflanir af hækkuðu taugairritabiliteti, þ. e. neuro- pathisk disposition. Þessar funktionellu truflanir geta ýmist verið með- fæddar eða áunnar (abusus in Baccho et Venere, trauma, andleg eða lík- amleg ofreynsla o. s. frv.). Menn hafa fundið sérstaka „reflexpunkta“ (Killian) í nefinu, og eru þeir í þeirn hluta nefsins, sem nerv. ethrn. ant. innerverar, og eru þessir helstir: Framhluti conch. inf., framhluti conch. med. og tubercul. septi. Af reflexneurosunum eru þessar helstar: i. Þlnerrar. Áköf hnerraköst, sem koma hvert á fætur öðru, stundum 25—50 í senn. Þau koma oft á morgnana, eða ef sjúkl. er í sterkri birtu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.