Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 4
2Ö LÆKNABLAÐIÐ 2. Hósti (trigeminushósti, i mótsetningu viÖ vanalegan vagushósta). Þa'Ö er eins með hóstann og hnerrana, a'Ö mörg köst koma, hvert á fætur öðru. Hnerrunum og hóstanum getur fyigt asthma. 3. Rhinit. vasomotor. (hydrorrhoea nasalis). Mjög miki'Ö vatnskent rensli úr báðum nösum. Fylgja þessu hnerrar, tárarensli og nefstýfla. 4 Asthma bronchiale. Það er fyrir löngu viðurkent, að einstök tilfelli af asthma batna alveg og önnur skána, við intranasala meðferð (teknir polypar o. fl.). Þá má loks nefna catarrhus aestivus (Heuschnupfen), epilepsi og jafn- vel hjartaneurosur. Af þessari upptalningu verður skiljanlegra, a'ð organiskar breytingar i nefi kunni að geta orsaka'ð höfuðverk. Breytingarnar innan i nefinu eru þessar: 1. Deviatio septi. Hún getur verið c-laga, og er þá oftast ofan til; er skekkjan oft svo rnikil, að Ijunga hennar liggur alveg að laterala veggnum og þrýstir á conch. med., og hefir það oft komið í ljós, við aðgerðir, að menn sjá dæld í conch. med. eftir bunguna. I þessum tilfellum verður sjúklingurinn lítið var við skekkjuna, því að lítið og stundum ekkert, ber á nefstýflu. Þá getur skekkjan verið s-laga, og gengur þá efri Ijungan til hægri. en sú neðri til vinstri, eða öfugt. Sé skekkjan á háu stigi, er hér eins og í fyrra tilfellinu, að bungan snertir laterala vegginn, og ber þá venju- lega á stýflu í þeirri nösinni, seni neðri bungan veit að. Á septum eru oft cristae eða spinae, sem eru svo stórar, að þær ná alveg að laterala veggn- um og þrýsta og jaínvel skerast inn í conchurnar. Þetta á sér sérstaklega stað, ef crista eða spina situr á hábungu skekkjunnar (venjulega þeirri neðri). 2. Breytingar á conchunum, sérstaklega conch. med. Þar kemur fyrst og fremst til greina hypertrofia, sem oftast stafar af ethmoidit. hyperplas- tica. I framhlutanum á conch. med. eru stundum ein eða fleiri ethmoidal- cellur, sem geta verið mjög stórar (concha bullosa). Þær eru alment skoð- aðar sem fysiologiskt fyrirbrigði, en concha getur af þessum orsökum orð- ið svo stór, að hún þrýsti á septum. Bólga getur vitanlega komið í þess- ar cellur eins og aðrar og mvndast hydrocele, mucocele eða pyocele. Þá kernur fyrir óvenjuleg stærð á conch. inf. (hér átt við beini'Ö sjálft) og getur hún þá þrýst á septum og valdið nefstýflu. Ennfremur má geta þess. að bulla ethmoid. getur verið stór og uppblásin (ectasia bull. ethmoid.) og þrýst conch. media alveg yfir að septum. Oft fer saman deviatio sept., eða crista og spina septi og breytingar á conchunum. L.oks má nefna synechiur og stækkun á tubercul. septi. Höfuðverkurinn, sem orsakast getur af ofantöldum breytingum í nef- inu, er í raun réttri ekki tengdur við breytingar á septum eða conch., held- ur er álitið, að við snertinguna eða þrýstinginn komi í ljós reflexfyrir- brigði, sem korna af stað höfuðverknum. Verkurinn liggur oftast framan til í höfðinu; í enninu, milli augnanna, og' yfir augunum. Hann getur lika lagt út í annað augað (í augnatóftina) eða þá að hann liggur í öðrum helming höfuðsins og líkist þá migraene. Þá getur hann og legið í hvirflinum, eða jafnvel í hnakkanum. Stundum lýsir hann sér í augnverki, verki á bak vi'Ö augað eða jafnvel í sjónþreytu. Vekurinn getur veríð nokkuð stöðugur, en hitt er þó algengara, að hann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.