Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 33 þessum er því undanrenna, bætt mecS larosan eða nýju, ósúru skyri, sætt meÖ saccharini. Næsta stigið er vel fleytt kjötseyði með eggjahvítu, hökkuðu hænsnakjöti. Þriðja stigið horað kjöt og fiskur, bananar, tvíbökur, ristað franskbrauð, þursteiktar kartöflur, skafin epli, hrísmjölsgrautur. Auk þessa nægileg bætiefni. Hin aðferðin, sem kend er við Fanconi, gengur í þveröfuga átt, hún hefir að sögn reynst betur, batinn varanlegri, afturköstin ekki eins tíð. Fanconi bannar alveg mjólk, mjöl og sykur. í stað mjólkur koma áfir. Kjöt, egg, og fita eru mjög takmörkuð. Aðalfæðan eru ávextir og grænmeti, svo sem appel- sínur og citrónusafi, neutraliserað með calc. carbon, bláberja-, hindberja- og þrúgusaft til drykkjar. Átmaturinn eru banarar, skafin epli, spinat, gulræt- ur, blómkál, tómatar, kartöflur, alt fínmulið, gufusoðið eða hrátt. Lyf hafa reynst fánýt við cöliaki; af stemmandi lyf jum hafa dýrakol einna helst komið að notum. Ferment-præparöt hafa verið reynd árang- urslaust. Við anæmiuna hefir ferrum reductum þótt gefast einna best, lifur aftur á móti gagnslitil. Oft sýnist blóðtransfusion intravenöst eða intra- musculært bæta almennu líðanina að mun. Quartsljós hafa og reynst vel við neuropathi hjá þessum börnum sem öðrum. Hvað differential diagnosis við vikur, þá kemur varla annar sjúkdómur til greina en tuberculosis, sem auðvelt er að útiloka með endurtekinni cutan, intracutan eða subcutan tuberculin reaction. Transplantatio a. m. Thiersch er aðgerð, sem oft er og verður gripið til, þegar skinga þarf sárfleti. Aðferðin er handhæg, — því þekjuflögurnar eru við hendina — á sjúk- lingnum sjálfum, — og er það næstum ótakmarkað, hve mikið má taka, smátt og smátt, því fleiðrin gróa jafnharðan upp og þekjuflögurnar eru flvsjaðar af. F.g hefi minst á transpl. a. m. Thiersch í Lbl. okt. '26, í sambandi við lækningu á ulcus cruris. Stór ulcera cruris hefi eg oft skorið í burtu, á- samt subcutan bandvef og fasciae, inn á bera vöðva, og transpl. svo með flögum á nýja sárið. Enn verður stundum að grípa til þessa, þótt sjaldnar sé nú, eftir að alment er orðið að stífla venæ varicosæ með injectio vari- soni, sol. na. cl. eða öðrum þvílíkum meðölum. En injections-aðferðin er miklu umsvifaminni og jafnframt öruggari til fullkominnar æðastíflu en resectio venæ saph. (Trendelenburg eða Babcock). Eg nota enn sömu meðferð á nýþöktu sári og lýst er í umræddri grein og ætla eg að endurtaka lýsinguna hérna, því mér reynist aðferðin enn jafnvel. „Fyrst legg eg einfalda, sterila grisju á þekjuna, þvi næst margfalda grisju vel undna úr hórvatni, og þrýsti henni að sárinu, síðan margfalda grisju þurra, og loks þar utan yfir stóra, marggata gúmmíblöðku. Þessum umbúðum er skift annanhvern dag, öllum, nema insta grisjulaginu; það er látið vera allan tímann, þar til gróið er. Þessar umbúðir haldast rak-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.