Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 22
44 LÆKNABLAÐIÐ Við fyrsta álit skyldi ma'ður ekki halda, að í honum byggi slíkur afkasta- jötunn. Hitt leyndi sér ekki, óðar en máður tók hann tali, að hann var skarpgáfaður og unun að ræða við hann. Hann var heldur ekki við eina fjölina feldur, hafði víða íarið og margt lesið, var t. d. mikill áhugamað- ur um heilbrigðismál, skipulag bæja o. fl. Hann var drenglyndur mjög og vinfastur. Læknastéttin er ekki heillum horfin, meðan hún á menn eins og Half- dan Bryn, og er gott að minnast svo góðs manns. G. H. „Læknahelvitið í Þýzkalandi“. Ekki veit eg hvort læknar gera sér alment ljóst, hvert „alþýðutrygging“ fyrir sjúkdómum leiðir, svo framarlega sem læknar og félög þeirra eru ekki þvi betur á verði. Sjúkrasjóðir vilja verða í sífeldri fjárþröng, og þegar ríkið vill ekki láta meira af mörkum, er tekið að þröngva kosti læknanna, heimta að þeir vinni fyrir minna og minna gjald. Hinsvegar byggja erlendu sjúkrasjóðirnir stórhallir fullar af vel launuðu skrifstofu- og eftirlitsfólki. Þetta skrifstofuveldi gerir sig síðan að almáttugum harðstjóra yfir læknum og sjúklingum, og lítur á læknana sem að vísu nauðsynlega, en auðvirðilega starfsmenn sína. Þannig hefir þetta gengið i Þýskalandi, og sama er stefn- an víðar. Dr. med. Johanne Christiansen segir þannig frá þessu í Nord. med. tids- skrift (Jan. 33) : „Til próf. Lazarus i Berlín kom einn af fátækralæknunum, hinurn svo- nefndu Wohlfahrtsárzte. Hann var útargaður og ræfilslegur þessi vesalings maður, og hefði frekar átt að heita Unwohlfahrtsarzt. Hann afgreiddi dag- lega 50—60 sjúkl. ýmist á viðtalstíma sínum eða vitjaði j)eirra. Fyrir þetta fékk hann 6 RM. á dag. Það eru tvennskonar fátækralæknar. Aðrir hafa 6 RM. á dag, hinir fá um 0,20 RM. fyrir sjúkravitjun, en 0,10 RM. fyrir consultatio. Læknir jiessi hafði, eins og margir aðrir, sótt um jjennan starfa, Jdví að nú getur nálega enginn læknir í Þýskalandi lifað af „privat praxis“. Þeir verða því að sætta sig við að verða sjúkrasjóðalæknar eða fátækralæknar. Efnað- ir menn leita ýmist til prófessora vegna titilsins, eða til skottulækna vegna „reklame" ])eirra. Skottulæknarnir auglýsa sig og gylla svo að furðu og fádæmum sætir. Þeir gefa t. d. út blöð, sem ekki eru annað en skrum um lækningar þeirra, bréf frá sjúklingum og sögur um yfirsjónir lærðu læknanna, um eitranir af lyfjum, sem jæir hafi gefið o. s. frv. Það er talið í skýrslum, að 13.000 skottulæknar séu í Þýskalandi, en í raun og veru eru ])eir um 40.000. Flest- um hefir einhverntíma verið hegnt fyrir svik og blekkingar. Aftur er þeim sjaldan hegnt fyrir afglöp í lækningum, jafnvel þó að ])au verði sjúkl. að bana, því að dómarar líta svo á, að sjúklingarnir verði sjálfir að bera ábyrgð- ina, úr j)ví að þeir fari til fákunnandi manna.“ Það geta allir ímyndað sér, að með þessum hætti getur enginn læknir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.