Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 19
LÆKN ABLAÐIÐ 4i aftur manndauði úr Tb. á Þýzkalandi 2,2%o í stað o,8%e, og færi vaxandi þrátt fyrir ráðstafanir, sem rikinu væru fjárhagslega um megn á eðlileg- um tímum, eins og orðið er hér á landi, þá er ekki að vita, hvað þeir hefðu gert. Víst er um það, að ýmsir merkir menn þeirra eru þvi hlyntir að reyna aðferðina (t. d. Klcmperer). Norðurlandaþjóðirnar hafa byrjað á hólusetningunni; ekki tekið hana upp opinberlega og alment, heldur í smáum stíl, með forgöngu góðra manna. Það er vitanlega rétt og viturlegt, að fara gætilega að öllu. Eitt er það, að ríkið taki hana upp alment, sem viðurkenda aðferð, og annað hitt, að þeim sé gefinn kostur á henni, sem langar til þess að reyna þetta ráð til verndar börnum sinum. En ef vér eigum að bíða eftir almennri reynslu um gagnsemina, verðum vér, eftir eðli málsins, líklega að biða mörg ár enn. Eg efast ekki um, að það muni vera allmiklum vandkvæðum bundið, að koma bólusetningunni á fót hér á landi. Mig skortir fróðleik til þess að dæma um það til nokkurrar hlítar. Mér, og sjálfsagt fleirum, þætti fróð- legt að fá nánari vitneskju um þá hlið málsins. Árni Arnason. Vegur stéttarinnar. Sú var tíðin að landið var læknislaust, manndauðinn svo mikill, að stund- um horfði til landauðnar, sullaveiki á öðru hverju heimili og þriðja hvert ungbarn dó af vanhirðingu og kunnáttuleysi tnanna. Þannig gekk þetta í nálega þúsund ár, og mannfjölgun var hér lítil sem engin. Þjóðin gat hvorki lifað né dáið, þrátt fyrir mikla viðkomu. Smám saman opnuðust augu manna fyrir því, að það væri lifsnauðsyn fyrir þjóðina að koma sér upp læknum, svo mörgum, að almenningur gæti leitað til þeirra. Læknaskóli var stofnaður á síðasta fjórðungi 19. aldar- innar og þá fjölgaði læknum svo, að flest héruð gátu fengið lækni. Sum stóðu þó læknislaus tímunum saman. Þessum nýju læknum tóku menn opnum örmum, þó að mentun þeirra væri af skornum skamti og ólíkt minni en nú gerist. Launin voru siná, sem þeir fengu, og 25 aura fyrir að rannsaka sjúkling, en einhvern' veginn snerist nú blaðið við. Manndauðinn fór óðum þverrandi og börnin hættu að hrynja niður. Ljósmæður og batnandi efnahagur hjálpuðu lika til. Nú urðu tímamót í sögu landsins um 1890, meiri og merkilegri en nokk- ur örinur. 1 margar aldir hafði þjóðin barist við dauðann, en nú skifti skyndilega um og mikil mannfjölgun hófst, sem hefir haldist til þessa. Jafn- framt hefir þjóðinni aukist stórkostlega kraftur og kjarkur. Þessi rniklu tímamót eru beinlínis verk gömlu læknanna og Ijósmæðranna. Það má taka hattinn ofan fyrir þeim. En þeim var lika þakkað, því að engin stétt í landinu naut slikrar almenn- ingshylli sem læknarnir. Menn höfðu jafnvel oftrú á þeitn og fyrirgáfu þeim fjölda yfirsjóna, drykkjuskap o. fl. Tempora mutantur. Læknarnir eru nú miklu fróðari en fyr og betur ment-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.