Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 20
42 LÆKN ABLAÐIÐ aÖir, yfirleitt svo góðir læknar, að hæpiÖ er að aðrar þjóðir hafi úr öllu betra að spila. En þrátt fyrir þetta hefi eg grun um, að álit lækna fari þverrandi hér á landi. Sé svo, er þetta alvarlegt ntál fyrir læknastéttina og sjálfsagt að veita því fulla eftirtekt. Margt kann að valda þessu. Kröfur fólksins hafa vaxið. Áður féllu menn í stafi yfir stórri aðgerð, ekki síst er alt gekk vel, fanst hitt síst undarlegt, þótt sumir dæju. Nú eru menn orðnir vanir allskonar aðgerðum og hættir jafnvel til að kenna lækninum um, ef nokkuð ber út af. Meðan slíkar kröf- ur fara ekki út í öfgar skal eg ekki lasta þær, en sjálfsagt eru þær stundum ósanngjarnar. Jafnvel einföldum skurðum fylgir áhætta. Það hefir komið fyrir, að læknar eru ekki taldir nýtilegir af þeirri ástæðu einni, að þeir séu ekki „skurðlæknar“. Þá höfum vér orðið fyrir þeirri injuria temporum, að vera rægðir í blöð- um og þingræðum af pólitískum bullukollum, auðvitað undir því yfirskyni, að verið sé að hugsa um almenningsheill. Sumstaðar hefir þetta gengið í fólkið, og er því nokkur vorkunn, þegar landlæknir tekur i sama streng. „Hér gengur látlaus rógur um lækna,“ skrifar samviskusamur læknir í einu héraðinu. Réttmætar aðfinningar um einstaka lækna tekur enginn illa upp, en sleggjudómar um alla stéttina út í loftið eru og verða ekki annað en ill- viljað bull. Vafalaust megum vér kenna sjálfum oss um nokkuð af þeim álitshnekki sem stétt vor kann að hafa orðið fyrir. Ekki allfáir læknar hafa verið drykk- feldir, og er eðlilegt að almenningur uni því illa. Erlendis er þetta heldur ekki fátítt. Hefir mér stundum komið til hugar, að starf læknanna kunni að eiga nokkurn þátt í þessu með þeim sáru áhyggjum og erfiði, sem oftast fylgja því. Fáeinir læknar fengu og óorð af því að selja meira áfengi en bannlög- in leyfðu, þó að íslenska læknastéttin hafi yfirleitt haldið bannið betur en dæmi eru til í nokkru öðru bannlandi. Stundum heyrist það, að læknar selji nú verk sín dýrar en áður gerðist og leyfilegt sé. Þess eru dæmi, að læknir taki helst til mikið fyrir verk sín, en fátitt mun það vera. Þessu er haldið á lofti, en hitt er flestum ókunn- ugt um, að læknishjálp er hér miklu ódýrari en í nokkru öðru siðuðu landi, sem eg þekki til, nema hjá fátækralæknunum þýsku á síðustu árum. Þess er og sjaldan getið, að læknar gefa mörgum verk sín og vísa cngum burtu fyrir fátœktar sakir. Læknarnir eru einu mennirnir hér á landi, sem gefa vöru sína þeim, sem ekki hafa efni á að kaupa hana. Annars er það ekkert undarlegt, þó að læknar verði að taka fleiri krónur fyrir verk sín en áður. Námið er nú margfalt dýrara og allur útbúnaður, og peningarnir hafa fallið um meira en helming siðan uni aldamótin. Gömlu læknarnir unnu fyrir smánarborg- un og voru flestir bláfátækir. Þetta jók vinsældir þeirra, en ekki er þetta leiðin til þess að hafa góða, vel mentaða lækna. Þá er að lokum hin mikla læknafjölgun og samkepni milli þeirra, sérstak- lega í Rvik. Henni fylgja margskonar vandkvæði, eins og erlendu dæmin sýna. Læknarnir verða háðir dutlungum fólksins, verða að koma sér við það, eða missa atvinnu sína að öðrum kosti. Erlendis hefir þetta leitt til þess í borgunum, að gefa veikindavottorð, þó að tilefnið sé lítið eða ekkert. Fátæktin og atvinnuleysið hefir og rekið surna lækna til óþar-fra sjúkra- vitjana, óþarfra aðgerða og stundum óleyfilegra, ekki síst abortus provoc.,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.