Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ þaÖ, hve erfitt börnuuum veitir aÖ notfæra sér kolvetni, og séu þau því svo fátæk af B-vitaminum, aÖ þaÖ reynist ónógt, er niÖurgangur bætist við. ÞriÖja höfuðeinkenni cöliaki, sem valdið hefir ameríska nafninu — in- testinal infantilismus — er það, hve mjög dregur úr lengdarvexti, hann getur jafnvel hætt alveg, í fleiri mánuði, eða fleiri ár, og eru þess inörg dæmi, að barn sýnist fleiri áruin yngra en það er i raun og veru, bæði að hæð og vaxtarlagi. Þetta einkenni er svo sérkennilegt fyrir sjúkdóminn, að án þess er ekki um cöliaki að ræða. Það er víst alment viðurkent nú orðið, að A-vitaminið sé ekki eina vaxtar-vitaminið, heldur geti afturkippur komið í vöxtinn við skort á hvaða vitamini sem er. Enn vita menn ekki með vissu, hvort vaxtarkvrkingurinn við cöliaki stafar af ein- hverri sérstakri avitaminosis, eða hvort avitaminosis yfirleitt sé orsökin, en ósennilegt er það ekki. Eg hefi nú drepið lauslega á þrjú aðaleinkenni veikinnar, en auk þeirra er fjöldinn allur af almennum einkennum. Matarlystin er mjög breytileg, stundum svo léleg, að beinlínis er um ógeð á mat að ræða, og uppköst og ælur afleiðingin, ef börnin eru neydd til að matast. Þess á milli geta sjúkl. verið svo matgráðugir, að þeir vilja altaf vera jetandi og geta ekki hugsað né talað um annað en mat. Yfirleitt eru börn þessi neuropathisk, uppstökk; geðbrigðin svo mikil og dutlungafull, einkum í köstunum, að hreinustu vandræði er við þau að eiga. Þess á milli geta þau verið svo blíð og góð, að unun er að umgangast þau. Annars eru þau töluvert eftir á að and- legum þroska, en þó hvergi nærri þvi, sem svarar líkamlega afturkreystings- hættinum. Kvartanir um verki og eymsli i útlimum, einkum fótleggjum, eru tíðar; þau geta átt erfitt með gang, og stundum eiga þau líka bágt með að setjast upp. Þetta stafar að nokkru leyti af vöðva-atrofi, en er hinsvegar stundum skyrbjúgs-einkenni. Hann er ekki fátið komplication við cöliaki, þótt sjaldan sé hann á háu stigi; samt geta verið greinilegar húðblæðing- ar, beinverkir, þroti við liðina og jafnvel blóð í þvagi og saur. Latent og manifest tetani er mjög algeng, bæði vegna Ca-missis í sápusaurnum og eins af D-vitaminskorti vegna truflana á fituabsorbtion. Rachitis tarda kemur fyrir ef veikin er á háu stigi og langvarandi, og þá oftast sem genu valgum. Hafi börnin infantil rachitis er þau taka cöliaki, þá batnar beinkrömin oft af sjálfu sér við hungrið og vaxtarminkunina, eða þá að hún liggur niðri þar til vöxtur eykst aftur og kemur svo i ljós sem rach. tarda. Annars hafa röntgenmyndir sýnt, að beinbyggingin verður alveg sérkenni- lega veik og atrofisk við cöliaki; en því eru börn þessi oft röntgenmvnduð, að beinbrot eru mjög algeng. Þá er og anæmi alltíð hjá sjúklingum þessum, og getur verið á háu stigi. Sennilega er hún alimentær. Pyrexíur eru algeng- ar, því ónæmi virðist mikið minkað. Sérstaklega fá börnin oft enteritis með blóði og slími í saur, en við ókompliceraða cöliaki finst hvorugt, né heldur eru verkir niðurganginum samfara. Gangur veikinnar er venjulega, eins og nafnið, sem Heubner gaf henni, bendir til, mjög langvarandi og skiftast á bati og afturför. Börnunum mið- ar annaðhvort (og oftast) aftur á bak eða (sjaldan) nokkuð á leið, og gengur svo á ýmsu, sé sjúkdómnum ekki sint, til kynþroskaaldurs, en úr því fer hann að batna af sjálfu sér. En bæði er það, að oft er langt að bíða, kynþroskinn er seinni á sér en endranær, oft ekki fyr en um 18—20—23 ára aldur, og svo er hitt, að börnin eru oft dauð áður en því marki er náð. Því þó að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.