Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 14
36 LÆKN ABLAÐIÐ Berklamál. I. ÞaÖ hefir verið hljótt um stéttarmálefni í Læknabl. á liðnu ári. Tæplega mun þó læknastéttin telja, að alt sé orðið í svo góðu lagi, að ekkert þurfi urn að bæta. Ef til vill horfa fleiri á getuleysið. Hinn fyrirhugaði fjórðungs- spítali Austurlands sýnir þó, að til eru góðir menn, sem ekki telja alt orðið ókleift. En þetta átti nú ekki að verða umtalsefni að þessu sinni. Hvað sem allri kreppu líður, þá er a. m. k. eitt mál, sem full ástæða er til að minnast á, en það er baráttan við berklaveikina. Það er víst óhætt að telja þetta stéttarmál að vissu leyti, því að gera má ráð fyrir að öll læknastéttin hafi sívaxandi áhuga á málinu, og sómi hennar liggur við, að vel ráðist frarn úr því áður en mörg ár líða. Að Læknafélag íslands líti svipað á, sýnir samþykt síðasta fundar, um að kjósa tvo menn til þess að endurskoða berklavarnalöggjöfina, í samráði við landlækni. Stjórn heil- brigðismálanna mun og ekki láta hjá líða, að leita nýrra ráða og gera frek- ari ráðstafanir i þessu efni, enda veltur hér á rniklu fyrir þjóðina. lierklaveikin er efst í röð dauðameina hér á landi. Árin 1929 og 1930 dóu alls úr henni nálega jafnmargir og úr spönsku veikinni 1918, árið 1930 fleiri en samanlagt úr krabbameini og slysum það ár, og nálega eins margir og úr allri lungnabólgu og slysum það ár. Það er ískyggilegt, að veikin virð- ist fara vaxandi. Árin 1911—15 dóu að meðaltali á ári 1,7%o, 1916—20 dóu i,9%c, 1921—25: i,9%0 og 1926—30: i,99%o úr berklaveiki alls. Sé litið á manndauða síðustu ára úr veikinni, þá dóu 1927: 1,96%^, 1928: 2.o%u. 1929: 2,0%0 og 1930: 2,2/0. Þetta er gagnstætt því, sem á sér stað i nágrannalöndum vorum, og eru fáeinar tölur þaðan í töflunni hér á eftir, en hún sýnir dánartölu úr tub. af 10000 ib. 1 Noregi er dánartalan hærri en í Danmörku og Sviþjóð (ca. 15,0 af 10000), en fer minkandi. Dómartah, af 10000 íbúa: 1921-25 1927 1928 1930 Island .............. 19,0 20,0 22,0 Danmörk ............ 9,6 7,5 Svíþjóð ............ 14,6 12,6 Þýskaland ....... 8,0 England ......... 9,7 Menn eru nú, svo sem kunnugt er, ekki á eitt sáttir um, hvað framför- unum valdi. Telja sumir t. d., að bætt þjóðarkjör, bættir lifnaðarhættir og einkum velmegun séu ef til vill sterkustu þættirnir í því, að draga úr manndauða af völdum berklaveiki, og fari hann þá jafnhliða minkandi mann- dauða yfirleitt. Hér skal vitanlega enginn dómur á þetta lagður, en hér á landi hefir að þessu leyti, um manndauða yfirleitt, einnig orðið framför. T. d. var hann 1921: i5,3%o, 1925: n,9%o og 1930: n,6%c. Vér stönd- um þar ekki öðrum mjög að baki, og hinsvegar mun tæplega vera hægt að ræða um afturför í lifnaðarháttum og vellíðan þjóðarinnar á siðasta áratug, er skýrt gæti kyrstöðu eða jafnvel vöxt veikinnar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.