Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 35, ókeypis læknishjálp er auglýst, en tun ]/\ þeirra ókeypis læknishjálpar aS einhverju leyti. 108 sjúklingar komu af ótta viS smitun en sem reyndust heilbrigSir og allmargir hafa fengiS prophylaktiska meSferS. — Þetta er aSalinnihald ársskýrslu minnar til Landlæknis og vil eg þá bæta fáum orSum viS um þaS, sem gert hefir veriS á þessu ári til þess aS reyna a'ö draga úr útbreiSslu þessara sjúkdóma og gera þeim. sem veikir eru auSveldara fyrir meS aS leita sér heilsubótar, en veriS hefir. Eins og mörgum læknum mun kunnugt, voru á Alþingi 1932 samþykt- ar breytingar á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum frá 1923, sem gengu í þá átt, aS hér í Reykjavík skyldu jafnan vera til taks 10 rúm þar sem sjúklingar meS þessa sjúkdóma, gætu fengiS ókeypis sjúkra- hússvist, þegar þeir læknar, er hafa lækningar á kynsjúkdómum á hendi fyrir ríkiS, teldu þess þörf. Auk þess skyldi eitt slíkt sjúkrarúm vera á hverjum þessara staSa: IsafirSi, SiglufirSi, Akureyri, SeySisfirSi og Vestmannaeyjum. Breytingartillaga í þessa átt var fyrst borin fram á næsta þingi á und- an, aS minni tilhlutun, af þeim alþingismönnunum Pétri Magnússyni og Halldóri Steinsen, og henni var þá þegar vel tekiS, en fékk ekki afgreiSslu á því þingi. Á þinginu 1932 tók svo landlæknir aftur upp tillöguna meS dálitlum breytingum og var hún þá samþykt. Nú stóS á aS fá hentugt pláss á sjúkrahúsi fyrir þessa sjúklinga og var fyrst í ráSi aS nota efri hæSina á Farsóttahúsinu, en síSar horfiS frá því sökum þess, aS ekki þótti tiltækilegt aS taka þaS pláss frá berkla- sjúklingum, sem þar voru fyrir. Eftir aS núverandi borgarstjóri, sem hefir sýnt mikinn skilning á þess- um málum, hafSi athugaS þá staSi sem komiS gátu til mála og þá eink- um kjallara Elliheimilisins, og þaS þótti sýnt aS þeir voru ekki nothæf- ir, var horfiS aS því aS byggja deild fyrir þessa sjúkl. á lóS Landspítal- ans og yrSi hún rekin í sambandi viS hann. Þessi deild er nú nærri full- gerS og tekur til starfa innan skams. Eg er ekki í nokkrum vafa um, aS eftir því sem máliS horfSi viS var þetta sú besta lausn sem fáanleg var og eg vænti þess, aS þessi litla sjúkradeild eigi eftir aS gera mikiS gagn. hér í bænum, bæta úr hrakningi og erfiSleikum margra bágstaddra sjúkl- inga og breiSa út frá sér aukna þekkingu á hreinlæti og varúS í sam- lifi karla og kvenna. Eg hefi heyrt því fleygt og þaS jafnvel af læknum, aS vegna þess aS þetta væri sérstök bygging myndi sjúklingar ekki fást til aS leggja sig inn á deildina. Sá ótti stafar áreiSanlega af vanþekkingu í þessum málum og reynslan mun brátt sýna aS deiklin verSur of lítil en ekki of stór. Fyrir þremur árum skrifaSi eg bæjarstjórn Reykjavíkur um þaS, hvort bærinn vildi ekki kaupa og koma upp sjálfsala fyrir varnarlyf gegn kynsjúkdómum í náShúsi bæjarins viS Bankastræti. MáliS mætti þá ekki skilningi í bæjarstjórninni og var svæft. Eins og kunnugt er, er þetta ein af mörgum ráSstöfunum, sem gerSar hafa ver-- iS víSa erlendis til varnar1 gegn kynsjúkdómum. Þykir slík sala á varnar- lyfjum ein hin besta aðferð til að koma fræðslu um þessa sjúkdóma út á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.