Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 14
44 LÆKNABLAÐIÐ Úr erlendum læknaritum. Contribution á la lutte contre les s'tupéfiants; du traitement des toxi- comanes; l'æuvre de la Société des Nations et l'action internationale. H. Brunot 1933. ASferö sú er notuS hefir veriö til þess að venja menn af notkun eitur- lyfja er þessi: Lyfið er tekið af þeim alt í einu eða smám saman og reynt er að draga úr óþægindum, sem því fylgja með hypnotica. Aðalerfið- leikarnir eru þó ekki í byrjun meðferðarinnar, heldur koma þeir síðar fram', þegar sjúklingurinn fer að spila upp á eigin spýtur. Margir hafa þá aðferS að minka eiturskamtinn hægt og hægt. Þeir kostir fylgja aS sjúklingurinn sleppur við sárustu „abstinens"-einkennin. En oft leiðir það til þess, að sjúklingum tekst á einn eða annan hátt að ná í eitrið og er þá oft unnið fyrir gýg. Aðrir minka eiturskamtinn hraðar t. d. fyrsta daginn J/2 venjulegan skamt, annan daginn l/$ o. s. frv. Enn aSrir telja best aS svifta sjúklingana eitrinu þegar í byrjun. Sjúklingar taka því oft illa, enda veldur það1 oft sárum abstinens-einkenn- um, sem jafnvel stórir skamtar af hypnotica aðeins draga úr að nokkru leyti. Þau lyf, sem einkum eru notuð til þess, að drága úr óróa og öðrum abstinens-einkennum eru: Ríflegur skamtur af scopolamini (3 mgr. fyrstu 36 klt.), veronal, einnig í stórum skömtum, luminal, allonal, cibalgin, dormalgirí o. s. frv. Somnifen kvað stundum orsaka truflun á andardrætti. Oft er heppilegt að nota chloral og sér i lagi pernocton, sem oft gefur sjúklingum langan og tiltölulega væran svefn. Stundum hj'álpa lík'a antipyretica, pyramidon, antipyrin o. fl. En auðvitaS verður aS forðast gaumgæfilega öll þau lyf sem eru kemiskt skyld eða hafa líka verkun og lyf þaS sem venja á sjúklinginn af. Langvarandi heit böS fróa líka oft sjúklingana. Ýmsir hafa taliS að góður árangur fengist með proteino- eða sero- therapi. Prófessor Monidos í Alexandriu hefir gefist vel autoserotherapi. Aðferð hans til þess að venja menn af cocaini er þessi: 1. daginn er lagt á sjúklinginn cantharidin vesicatorium. Næsta dag eru teknir 10 cm3 úr blöðrunni og sprautað undir húðina samstundis. Hann gefur 2 gr. af chloral fyrsta eSa fyrstu kveldin, annaS ekki, enda kvað þess ekki þörf því að sjúklingimi; hættir von bráSar aS langa í cocain. Þó fær hann aSra injectio eftir 2 daga og enn eina 3 dögum síSar. Höfundurinn getur um allmörg tilfelli þar sem fullkomin lækning virtist takast með þessari einföldu aSferð. Gæta verður þó þess, að rannsaka þvag sjúkl- ingsins áður en cantaridin vesicatorium er sett á hann. Séu nýrun heil og hreinlega er að fariS, verSur aSferð þessi aS teljast hættulaus. Suma sjúklinga hættir alveg aS langa í cocain eftir 1. injectio, með aðra gengur þaS hægar. 1 Bataviu er mikið um ópiumreykingar. Hefir þar veriS reynd svipuS aSferð til þess aS venja sjúklingana af þessari nautn. Þar var þó jafnan gefið morfin subcutant í byrjun til þess að sjúklingarnir yrðu rólegri. Annars var farið aS, sem hér segir: Eftir nákvæma skoSun er sjúkling-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.