Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1934, Side 15

Læknablaðið - 01.09.1934, Side 15
LÆKN ABLAÐIÐ IÓI ekki eiginleika ferro-salta til a'Ö bera. Mettuð vatnsupplausn af íerrotar- trati gefur aftur á móti reaktion upp á ferro-ion, bæði með kaliumferri- cyanid, natriumfosfati og natriumhydroxyd, (fellingin á ferrohydroxyd kem- ur altaf fram, nema þegar mjög mikið er af uppleysanlegu tartrati), og það leysist auðveldlega upp í saltsýru, og myndast þá ferro-klorid. Má af því álykta, að með þessu præparati megi fá fullkomna ferro-verkun. Þetta salt er allmikið ver uppleysanlegt, heldur en ferrolaktat, og með því að smakka á því, finst aðeins óverulegt járnbragð. Auðvelt er að fram- leiða þetta hreint, það heldur sér vel og er vel fallið til að gefa það sem töflur, og hefir yfirleitt, eítir þeirri miklu reynslu, sem fengin er með það, reynst vera kröftugt ferro-præparat, sem ekki veldur meltingartrufl- unurn, og er það mikil framför, að farið er að nota það til lækninga. DAK-laboratoríið hefir gefið út uppskriftir um tilbúning og rannsóknir á ferrotartrat-lyfjum, til þess að gera auðveldara fyrir um notkun þeirra. Læknaíélag- Reykjavikur varö 25 ára í október í ár. Var þessa minst meS veisluhöldum og með því að félagiS efndi til heilsufræSissýningar fyrir almenning, í Nýja Landa- kotsspítalanum, 6.—21. október 1934. Naut félagiS aSstoSar Deutsche Hygiene Museum í Dresden og Universi- tátsinstitut fúr Berufskrankheiten í Berlín, fyrir milligöngu yfirlæknis dr. med Skúla V. GuSjónssonar, Universtáts-dozents dr. med. Ernst W. Baader og stadtmedizinalrat dr. Klein og yfirlæknis dr. Pernice í Berlín og dr. Seiring, Dresden, auk ýmsra stofnana í Þýskalandi. Komu þessir aSiljar þvi svo fyrir, aS félagiS fékk munina leigu- og endurgjalds- laust frá Hamborg. Eimskipafélag íslands flutti alla sýningarmuni, sem komu frá Þýskalandi, ókeypis. Biskup Meulenberg og priorinna Augusta Victoria og byggingarmeistari Jens Eyjólfsson lánuSu endurgjaldslaust húsnæSiS. Ýmsir hér í bænum tóku þátt í sýningunni, auk félagsins sjálfs og margra lækna, sem lánuSu sýningarmuni, svo sem Rannsóknarstofa Háskólans, RauSi kross íslands, HjúkrunarfélagiS Likn, skátafélögin í Reykjavík, VefnaSarvöruverslun Egils Jacobsen, VöruhúsiS, Lífstykkja- búSin, Júlíus Björnsson & Co. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Stjórnin snéri sér til þeirra Bjarna Jónssonar og Olafs Geirssonar stud. med. sem útveg- uSu nokkra samstúdenta til þess aS aSstoSa viS uppsetningu og niSur- röSun sýningarinnar, svo og allan daglegan rekstur, ásamt skátum og læknasjálfboSaliSum. FélagiS fékk bæSi kvikmyndahús bæjarins endurgjaldslaust fyrir 10 sýningar á kvikmyndum heilsufræSilegs efnis. Var aSgangseyrir 50 aurar fyrir fullorSna, 25 aurar fyrir börn og aSsókn góS. Skólasýningar voru ókeypis. MeS sýningunum fluttu læknar skýringar (Níels Dungal, Lárus Einarsson, Gunnlaugur Claessen, Hannes GuSmundsson, Olafur Helgason og Helgi Tómasson). í útvarp voru haldnir 5 fyrirlestrar í sambandi viS sýninguna (Gunnl.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.