Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 8
LÆ KNABLAÐ1Ð
/o
inn síðan um i strik uns hæfileg'
reaktion fæst, en sá skamtur, sem
til þess þarf, getur verið alt að
0,5 ccm. Histamín má gefa dag-
lega subcutant á þennan hátt, það
er bæði handhæg og ódýr aöferð
og líkleg til að gefa góða hyper-
æmi, þvi sennilega má reikna með
svonefndum axon-reflex.
Margir eru þeirrar skoðunar, að
blóðrásartruflanir séu talsverður
þáttur í liðasjúkdómum, ýmist
sem konstitutionelt atriði, er geti
greitt sjúkdómnum götu, eða þá
reflektoriskt fyrirbrigði. Kovacs,
Wright og I )uryee fundu könstrik-
tion á háræðum og færri háræðar
en normalt við capiller-mikroskopi
á húð sjúkl. með arthr. chr. infec-
tiosa og giska á að það sé kon-
stitutionelt. ÍBenda má á hinar al-
gengu vegætativ truflanir hjá kon-
um i klimakterium og er eigi ó-
hugsandi, að þær skapi aukna
disposition fyrir arthrita á þeim
aldri. Virðist því ekki úr vegi að
reyna t. d. Mecholyl eða histamin
í slíkum tilfellum, með annari
therapi.
í þessu samliandi er rétt að geta
um inndælingar á lofti i liðhol
stórra liða, þar sem um er að ræða
trauma eða degenerativ lireyting-
ar og einkum exsudat. Bohlmann
hefir reynt þetta í 300 tilfellum og
gefist vel. Má vera, að þetta geti
dregið úr intraarticulær trauma
(sbr. Archer) og þá úr sársauka,
með því að loftið myndar einskon-
ar púða inni í liðholinu, sem þó
getur þrýstst saman og ef til vill
getur þetta dregið úr staurliðs-
hættu, samvöxtum i synoviafell-
ingum o. s. frv. Bohlman hælir
þessari meðferð einnig við gon-
orrhoiska arthrita.
Rönt.gentherapi hefir rutt sér
talsvert til rúms hin síðari ár.
Hugmyndin. sem röntgentherapi
er bygð á, er sú samkvæmt grein-
argerð Langers: 1) Röntgengeisl-
arnir hafa sefandi áhrif á vegeta-
tiva taugakerfið. 2) Þeir draga úr
allergiskum reaktionum. 3) Þeir
eru bólgueyðandi. 4) Þeir draga
úr sársauka. 5) Þeir bæta lilóð-
rásina lokalt vegna verkana sinna
á vegetativa taugakerfið.
Langer skýrir írá reynslu sinni
i 363 tilfellum. B6 af sjúklingun-
um höfðu einkenni um vegetativ-
truflanir. 23 af þessum 86 íengu
röntgen, bæði paravertebralt á
viðeigandi ganglia, og á hinn
sjúka stað, en hinir 63 fengu rönt-
gen aðeins paravertebralt á við-
eigandi ganglia, og gafst það svo
vel. að eigi var talin þörf á lokal-
thera])i. Þessi notkun á röntgen
paravertebralt, sem aðeins á rétt
á sér hjá mjög vegetativt stigmati-
seruðu fólki, virðist þvi gera sama
gagn og ganglionectomia, sem
nokkuð hefir verið iðkuð á Mayo
Clinic í svipuðum tilfellum undan-
farið.
Hormontherajii tíðkast nokkuð
í viðeigandi tilfellum, samhliöa
annari therapi, svo sem við art-
hrita í climacterium, eða hypo-
funktion á gland. thvr. með adi-
]iositas og lækkuðum metabolis-
mus. Gefa menn þá ýmist follicu-
lin eða thyreoidea hormon jafn-
hliða annari therapi.
Loks má geta þess, að Xegro
hefir reynt hormon úr aftursepa
hypofysis, að hann telur með góð-
um árangri, í nokkrum tilfellum
af ankvlotiserandi arthr.
Vitamintherapi má rétt drepa á
sem lið í nærmgu sjúklinganna og
er óhætt að fullvrða, að D-vitamin-
og' C-vitamin-rík næring sé æski-
leg þegar um þessa sjúkdóma er
að ræða, eins og yfirleitt við
chron. infectionir.
Að lokum skal rétt drepið á