Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 9
LÆKNAB LAÐIÐ hitatherapi, sem ýmsir láta vel af. Til þess aö framkalla hitann eru ýms ráÖ, svo sem kunnugt er, bæöi lyf eins og pyrifer og einnig sérstök tæki, bæði dýr og flókin að byggingu. En vel má komast af með lít- inn gufubaösklefa, þar sem er hylla, er sjúkl. getur legið á, með höfuöið fyrir utan klefann. Klef- inn þarf að vera með glugga á og hitamælir innan við gluggan, svo að hægt sé að sjá hve heitt er í klefanum á hverjum tíma. Klefinn er hitaður æskilega mikið áður en sjúklingurinn er látinn inn í hann, venjulega upp í 42°C og hitinn smáaukinn upp i 45°C í hæsta lagi. Á 1—\/2 tima hækkar hiti sjúk- lingsins venjulega upp í 39° eða vel það og má þá halda þeim hita eins lengi og æskilegt þykir, en sjúkl. hefir hitamæli hjá sér svo hægt sé að athuga hita hans gegn- um gluggann. Tæplega er varlegt að hafa sjúklinginn lengur í klef- anum en 5 tíma. í byrgi eöa klet'a af þessu tæi eru sjúklingarnir al- gerlega frjálsir, geta velt sér á hliðarnar og hreyft limina eftir vild. Hægt er að skreppa inn til þeirra og gefa þeim strokur og hreyfa liðina passivt og liðka þá til. ef svo langt er komið, að þaö megi. Sjúklingarnir svitna mjög mik- íð meðan á þessu stendur og lík- aminn missir þannig mikið af mat- arsalti og vökva. Hefir komið fyr- ir að sjúklingar hafa fengið shock við þessa meðferð, en með vax- andi æfingu hefir mönnum tekist að fyrirljyggja alvarlegar afleið- ingar með því aö gefa sjúklingun- um nóg að drekka meðan á með- ferö stendur og salta drykkinn vel. Sjúklingarnir eru miklu frjáls- ari í klefa af þessari gerð en i hin- um dýru áhöldum, sem notuð eru við electropyrexi, auk þess sem oft kemur fyrir, að sjúkl. brenn- ast i þeim. Davidson og W'ari'en mæla með pyrexitherapi við arthr. chr. infec- tiosa og segja aö liðasársaukinn hafi i flestum tilfellum horfið við fyrsta seance og sjúkl. hafi verið subjectivt einkennalausir í alt að því heila viku. Flestum sjúkl. hafi farið smábatnandi á 5—6 vikum, og riintgenologiskt gátu ]>eir séð bata i ca. 62% tilfellanna. Paraffin hefir verið notað nokk- uð hin siðari ár. Eru tvær aðferð- ir notaðar. Önnur er sú, að nota rúmgóð hylki úr pappír, sem smeygt er upp um liðina, t. d. hné- liöi, eða rúmgóöa vetlinga úr papp- ír ef um hendur er aö ræða. Paraf- fín-töflur eru bræddar í potti, helst i vatnsbaði, og fljótandi par- affíninu er síðan helt í hylkin 55° heitu. Það storknar á all-löngum tíma umhverfis liðina og gefur frá sér þægilegan. jafnan hita allan tímann. Hin aðferðin er, að dýfa t. d. höndum, olnbogaliðum eð fót- um niður í brætt paraffínið rétt sem snöggvast og taka síðan upp úr. Storknar þá lag af paraffíni utan um hinn sjúka stað og þetta er síðan endurtekiö hvaö eftir annað og hleðst þá lag eftir lag af heitu paraffíni utan urn liðina. Sjúklingurinn er síðan látinn liggja með þessa paraffínpakningu í 12 tíma eða meira. Oft dregur þetta vel úr þrautum og gefur góða hyperæmi. Nota má paraffín- ið hvað eftir annað með því að bræða það upp, svo að þetta er bæði ódýr og þokkaleg aðferð, miklu þokkalegri en leðjuböð, sem einnig eru mikið notuð, og þessari aðferð er auðvelt að koma við í heimahúsum, fólkið getur annast ]>etta sjálft og er það talsverður kostur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.