Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 10
68 LÆKNAB LAÐ 1 í) bromicl. Natr. phen. aethyl. barb. reagerar alkaliskt og fellir því chinidinbasann. Af þvi aS NaBr. er í upplausninni, myndast aö nokkru chinidin. liydrobromid. Algengt er aö gefa saman í mixturu Cod. phosph. og brómsölt. í hæfilegum þynningum blessast þaö ágætlega, sbr. mixt. cod. brom. D. D., en sé of mikið aí öðru hvoru efninu, fellist óuppleysanlegt Codeinhydrobromid. Þá er þaö daglegur viðburður, að ávísa í sömu lyfjablöndu cod. phosph. og spir. amm. anis. og fellist þá codein strax. Margir munu kannast við þenn- an lyfseðil: Rp. Kal. jod. 8 Kal. brom. 15 Decoct. ohin. 300 Þessi blanda er vægast sagt á- kaflega ljót, með soralegu botn- falli, enda fellast öll chininalkaloid sem hydrobromid eða hydrojodid. Fleiri efni gefa botnfall með de- coct. clrin. Má þar helzt nefna digi- talis-lyf, codein. phosph., og mor- phini HCl, svo að nefnt sé nokk- uð af lyfjunr þeim, sem helzt koma til greina. Þá kem eg að þejm ágætu efn- um, sem óvirðulegast og af mestu kæruleysi hafa veriö notuð í lyfja- blöndur — digitalislyíjunum. Verkandi efnin i fol. digital. eru viðkvæm og ónýtast í flestum upp- lausnum, einkum ef þær eru..súrar eða alkaliskar. Eg er því hrædd- ur um að oft verði litið eftir af verkandi digitalisglycosidum í mixturum, sem endast eiga 2 vikuv eða lengur og gjörsneiddar digi- talis-áhrifum fnunu lyfjablöndur þessar þegar frá byrjun, ef þær eru alkaliskar eða súrar að ráði. Kemur fyrir, að í sama glasinu eru spir. amm. anis og Digitalis AB, eða tilsvarandi lyf, og er þá peningunum fyrir það lyf á glæ kastað. Algengt er aö gefa Theo- brom. natr. salicyl. í infus. digi- talis. Theobrom. natr. salisyl. er allsterkur lútur (í 2^/2% upplausn er pÞl 12) og má því ekki vænta neinna digitalisáhrifa. Að breyting verði á infus. digitalis sést gjörla á því, að vökvinn dökknar að mun þegar diuretin er blandað saman við hann. Næsti lyfseðill þótti svo var- hugaverður, að lyfjabúðin neitaði að afgreiða hann: Rp. Sol. jod. spir. conc. 10 Liniment. amm. camph. 90 Væri þessum efnum blandað saman, gæti myndazt jodnitrogen, sem er nrjög eldfimt og hættulegt efni. Flestir álíta, að muc. gi arab. sé „indifferent" lyf, er nota megi að ósekju i flestar lyfjalböndur, en svo er ekki. í því er bæði oxydase og peroxydase,- sem getur oxyder- að amidopyrin og fær þá blandan fjólubláan lit. Þá er hætt við að muc. gi. arab. geti eyðilagt verkan- ir digitalislyfja. Algengt er að blanda natr. di- æthyl. barb. og natr. phen. æthyl. barb. i mixturur. Verður þá að gæta þess, að ef blandan er súr, (súrar saftir, súr sölt o. s. frv.) fellast barbitursýrurnar og getur þá svo farið, ef glasið er illa hrist, að allt of stór svefnskammtur verði í seinustu inntökunni. Ekki er vert að gefa natr. di- æthyl. barb. í mixtura nervina. Myndast við það ammoniak og og diæthylbarbitursýra botnfellist. Rp. Natr. phen. æthyl. barb. 1,00 Pantopon 0,25 Aq. dest. 150 . Hér botnfellast opiumalkaloidar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.