Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 14
72 LÆKNABLAÐIÐ un á ligam. long. post. stendur oft í langan tíma. Fyr eöa síöar og þá oft eftir nýtt trauma, fer verkinn aö leggja niöur i læriö. Discus hefir þá fallið út, þar sem ruptura varö við fyrsta trauma og fer það eftir legu hans, hvar verkurinn er. Ef prolaps hefir oröið milli 4. og 5. lendarliðs, 5. lendarliös og 1. sjijaldliös, þrýstir hann á 5- lumbalrót, 1. og 2. sac- ralrót, en þessar rætur eru aðal- stofnar nervus ichiadicus. Verk- urinn fylgir því útbreiöslu þess- arar taugar og er nokkuð breyti- legur, eftir því hver rótin veröur fyrir þrýstingi. Ef prolaps liggur medialt, er verkurinn útbreiddari, oft báöum megin, þar sem þá er um aö ræða þrýsting á cauda eqvina. Verkirnir eru oft mjög sárir, ýmist stöðugir eða í köstum með vikna til ára millibili. Þeir versna viö hreyfingu á columna, einkum lieygingu og ennfremur viö hósta, lmerra og hægöir. Stundum fylgja þeim paræsthesiae, kulda eða dofa tilkenning, oftast utanvert á fót- legg eða fæti. Sjúklingurinn kvart- ar oft um máttleysi í fæti, sem þó vanalega stafar af sársaukanum. Viö rannsókn finnast sjaldan verulegar pareses. Þó stundum dá- lítil paresis í réttivöðvum á fæti og í peronei. Svarandi til paræst- hesianna finnst stundum létt hyp- æsthesi-algesi af segmenter út- breiðslu, vanalega á fótlegg postero- eða antero-lateralt, dor- salt og larteralt á fæti. Oft eru þessar tilfinningatruflanir mjög litlar og finnast aðeins við ná- kvæma rannsókn. Af reflex-breyt- ingum finns't minnkaður hælreflex, ef prolaps er milli 5. lendarliðs og 1. spjaldliðs. Lasségue er altaf positivur. Sjúklingurinn heldur col. lumb. stífri og lumballordosis er minnkuð. Það eru vanalega á- kveðin eymsli á proc. spin., svar- andi til prolaps og við þrýsting á proc. koma stundum verkir svar- andi til nervus ischiadicus. Einnig eru oft útbreidd vöðvaeymsli á baki og glutealregion.. Það er venjulega aukið albumen í mænu- vökva, sérstaklega ef discus hefir valdið fullkominni lokun á cavum subaraclmoideale, sem hann gerir þó sjaldan. Diagnosis. Það er sjálfsagt að hafa í huga discus prolaps við alla verki, sem líkjast ischias, einkum ef trauma er í sjúkrasögunni. Ekkert af hin- um sérstöku einkennum út af fyrir sig er pathognomoniskt fyrir dis- cus prolaps, en ef mörg eða nokk- ur af þeim fara saman, er diagnos- is tiltölulega auðveld. Áreiðanleg- ustu einkennin eru hinar obj. og subj. segmenteru tilfinningatrufl- anir, minnkun á hælreflex, stífleiki og eymsli á columna og versnun verkjanna við hreyfingar i co!- umna, hósta og hnerra. Á rönt- genmynd er discus svarandi til prolaps stundum dálítið lægri, en þetta er þó engan veginn algengt. Myelografi er mikið notuð til sjúkdómsgreiningar. Er þá dælt inn talsvert rniklu af kontrastefni eða ca. 3—4 cc. Þar sem discus prolaps liggur extraduralt og framan, er sjúklingurinn látinn liggja á grúfu við myndatökuna. Með því að halla sjúkl. mismun- andi um þver- og lengdaröxul sinn, gegnlýsa og taka myndir, þegar defekt kemur í kontrast- skuggann, fást oftast myndir, sem skera úr, hvort um discus prolaps er að ræða eða ekki. Ef prolaps liggur til hliðanna, sem algengast er, sést hálfmánalaga defekt i kontrastefnið út af þeim discus,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.