Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 79 við passivar hreyfingar. -f-hypera- esthesíur í hársverði. Engin eymsli við liögg á liöfuð. Engin stækkun á gl. thyr. Steth. pulm.: Ekkert athv. Steth. cordis: Hjartastærðin eðlileg, accent. á öðrum pulmonal- tón, tónarnir hreinir. Kviður mjúkur, kviðreflexar fást ekki fram. Engar atrofíur á höndum. Kreistir sæmilega vel og jafnt beggja vegna. Djúpir reflexar á extr. sup. eðlilegir. Patellar-refl. líflegir báðumegin. Patellarklonus beggja vegna, en þó frekar liægra megin. Á hægra fæti kemur við ilstroku fram greinileg dorsalflexi- on á stórutá og einnig á vinstra fæti, en þar ekki eins greinilega. Passívar smá-hreyfingar á neðri extr. eru eðlilegar, en við snarpar passívar hreyfingar á neðri extr. finnst ákveðin Spastisk mótstaða, jöfn beggja vegna, einnig finnst mótstaða við tilraun til abductio i coxae. Gangurinn virðist eðlilegur. Lokomotorisk ataxia Romberg nánast negatívur. Húðskynið er allsstaðar eðlilegt. Þvag: -f-APS. Mikrosk.: Ekkert sjúklegt. Blóð- sökk (Fahraeus) : 5 nnn/i klst. Blóðþrýstingur (mældur rétt fyrir hád. á sjúkl. rúmliggjandi) 140/ 75, fór smá-lækkandi og var þ. 20. 11. '40 120/60. Blóðrannsókn- ir: Hb. (sahli corr.) 102%. R. blk. 5,62 milj. Iindex 0,81. Hvít blóðk. 5280. Diíferentialtalning: seg- mentkjarna 56%, lymfocytar 39%, eosinof. 5%. Þann 6. n. ’4.o var gerð lumbalpunktion. Vökvinn tær, kemur í hægum dropum. Rannsókn á mænuvökva: Frumur O. Albumen <1/10 >1/20. Globu- lin o. Meinecks og Kahns próf reyndust negatív. Við augnskoðun (Kristján Sveinss.) fannst ekkert sjúklegt. Oto-rhino-laryng. skoðun (ÓI. Þorsteinsson) reyndist alveg negatív. Efnaskiftarannsókn -j- 13%. Blóðurea 3y mgr.%. Blóð- sykur 63 mgr. %, sykurþolspróf reyndist eðlilegt. Röntgenmyndir af sella turcica, sinus paranas. og líffærum i brjóstholi sýndu ekkert sjúklegt. Hægðir alltaf eðlilegar. Diagnosis deildarinnar var: Akrodynia eða Feers sjúkdómur? Encephalitis ? Meðferð : Gefið var calcium og atropin. Líðan sjúkl. fór batnandi, blóð- þrýstingurinn lækkaði, en hand- sviti hélzt mikið til óbreyttur, púlshraði var minni og temp. lægri en áður, þegar sjúkl. fór. Höfuð- verkur var horfinn, sömuleiðis Patellarklonus og Babinsky. í stuttu máli eru helztu eink. sjúkl. því þessi: Lystarleysi, slappleiki, höfuðverkur. Subfebril til subnormal temp. með talsverð- um dægur-sveiflum, aukinn jiúls- hraði, kaldir og' þvalir útlimir (hendur og fætur), aukinn blóð- þrýstingur og óljós einkenni frá taugakerfi. Öll þessi einkenni fóru smá-minnkandi og rénandi. Hér er ekki um ,,klassiskt“ til- felli af acrodynia að ræða, aldur sjúkl. og útlit tala frekar á móti veikinni, en hinsvegar mæla öll þau sjúkdómseinkenni, sem sjúkl. hefir, með því, að hún hafi þennan sjúkd. A. m. k. gefur sjúkdómsmynd telpunnar, sean lýst hefiir verið, borið saman við lýsinguna, sem reynt var að gefa á acrodynia, ó- tvíræðan grun utn, svo að varlega sé til orða tekið, að um syndrpmið a. sé að ræða, þar sem hún hefir kardinaleink. veikinnar, þau, sem öllum kemur saman um að séu stöðugt fyrir hendi. Að lokum er rétt að geta þess, að þau 9 ár, sem ég hefi fengizt við læknisstörf hér á landi, hef ég ekkert annað sjúkdómseinkenni séð, sem líkst gæti acrodynia.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.