Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 13
óhætt aö segja, aö discus prolaps í lurnbal og sacralregion er nú á- kveöið syndrom, og extirpation á ])rolaps er ekki svo fátíö aðgerð á neurokirurgiskum deildum. Talsvert á annað þúsund tilfelli hafa verið tekin til skurðaðgerðar. Eins og Schmorl hefir bent á, er discus prolaps alls ekki fátíöur. Við krufningar hans upp og ofan voru 15% interverteljral herniur aftur í mænugöngin, þótt um eng- in einkenni hafi verið að ræða í lifanda lífi. Hversu oft discus ])rolaps veldur kliniskum ein- kennum ber mönnum ekki saman um. Af öllum þeim sem leituðu lækninga á Mayo-stofnuninni 1935—36 og 37 vegna verkjar i baki og neðri extr., voru aðeins tæp 2°/o 'Opereruð vegna discus prolaps (Henderson). Ándrae tel- ur að 15% af Ischias stafi af dis- cus prolaps. Discus prolaps er lang-algeng- astur í col. lumbalis (85—90%) og einkum milli 4. og 5. lendarliðs, 5. lendarliðs og 1 spjaldliðs. Á þessum stað getur hann gefið sjúk- dómsmynd, sem mjög líkist hinum klassiska Ischias. Hvers vegna discus prolaps er svo algengur i þessum hluta col., er talið vera í fyrsta lagi vegna þess, að hér eru hreyfingar og á- reynsla langmest. í öðru lagi er annulus fibrosus tiltölulega þykk- ur í col. lumbosacralis, nucleus pulposus kröftugur og liggur aft- arlega . Ligamentum long. post. er og á þessum stað þunnt og mjótt og varnar því ver að discus falli út. Trauma er annars aðal- orsökin. Við snögga eða mikla á- reynslu rifnar annulus fibrosus og nucleus pulposus fellur út og ýtir vanalega einhverju af annulus með sér. Oftast verður prolaps til hlið- anna, því að þar eru böndin rýr- ust. Hann þrýstir þá á taugaræt- urnar aftan frá, þar sem þær ganga út i foramina intervertebra- lia í duraslíðri sínu. Stundum liggur prolaps medialt eða báðum megin, og í ca. 10% af tilfellun- um er hann á fleiri stöðum. Sumir telja, að discus prolaps verði aðeins, er áður eru komnar hrörnunarbreytingar í discus. En þær koma frekar fljótt og finn- ast hjá ílestum um fertugsaldur. Enda er prolaps algengastur hjá rosknu fólki, þó að hann gefi meiri og sterkari einkenni hjá ung- um, þar sem nucleus pulposus er fjaðurmagnaðri. Vegna blóðrásartruflana mynd- ast oft ödem kringum prolapsinn og siðar leptomeningitis irritativa localis (arachnoiditis). Jafnframt discus prolaps myndast stundum þykkni í ligam. flavum, sem einn- ig finnst stundum sjálfstætt og gefur svipuð einkenni og prolaps. Skiljanlegast væri að einkennin við discus prolaps væru stöðug. En jafn oft koma þau í köstum. Ef til vill fellur þá prolaps inn aftur eða um er að ræða ödem- myndun í köstum. Discus prolaps er miklu algeng- ari hjá körlum. Af 100 tilfellum hjá Love og Walsh voru 77 karl- ar. Einkenni ikoma venjulega á besta aldri og eru oftast sterkust hjá ungu fólki. Meðal aldur þeirra, sem skornir hafa verið upp, er ca. 35 ár. Einkennin byrja vanalega skyndilega, oftast eftir trauma. Það getur verið högg á bakið, fall á fætur eða þjóhnappa, eða snún- ingur á columna, en langsamlega oftast eftir ofraun við lyftingu. Sjúklingnum finnst þá oft, sem eitthvað bresti i mjóbakinuoghann fær verk i bakið. Þessi bakverk- ur, sem stafar sennilega af rifn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.