Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1941, Page 13

Læknablaðið - 01.11.1941, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ fiskmetiö eykst að sama skapi. Haröfiskurinn evkst meö vorinu og egfgin; sama er aö segja um brauðiö, sem kemur í sláturs stað. Það er þvi enginn handahófs- bragur á upplýsingum barnanna, þvert á móti. 7- Tölurnar á töflu I. tala annars fyrir sér sjálfar; eg vil aðeins leiöa athyglina aö fáeinum atriöum. Engum getur blandast hugur um, að í Reykjanesskólanum er fyrirmyndar fæði. Mjólkur- og garðávaxtaneyzlan er svo rífleg, að hún ein gerir meira en að full- nægja kröfunum um „prodektive foods“. Slátrið leggur til ríflegan járnforöa. Lýsisbræðingurinn Í35 kemur i staö smjörs og lýsisgjafar. Kaffineyzlan er engin og sykur og hveitibrauösneyzlan hverfandi. Auk þess er hrá síld á hádegisborð- inu einu sinni i viku. Þroski barn- anna er meö ágætum. Kaupstaða- börn, sem koma þangað, taka oft undraverðum og skjótum framför- um. Þau koma þangað guggin og glær og lystarlaus, en eru eftir skamman tíma oröin bústin og rjóð og spriklandi af fjöri og hinir mestu mathákar. í sjávarþorpunum verður allt annaö uppi á teningnum. Óhófsleg kaffi drykkja barnanna kemur í stað mjólkur. Eigi er þar að finna ost eða egg, til að bæta upp mjólk- urskortinn. Garðamatur virðist og vera af mjög skornum skammti. Skýringar við II. töflu. Fiskskammturinn er áætlaður 200 gr. Calcium, phosphor og eggja- hvíta er reiknuð eftir niðurstööum B. A. Mc. Cance og H. L. Shipp í Medical Research Counsil, London, 1933. Það er miðað við nýtilegan liluta soðinnar fæðu. — Phosphor í kjöti og síld er reiknaður eftir sömu heimild. Kjötskammturinn er áætlaður 130 gr. og reiknað með niður- stöðum Trausta Ólafssonar efnafræðings, hvað snertir calcium og eggja- hvítu. Þar er miðað við hrátt kjöt, enda reiknað með, að kjötsoðið sé borðað með kjötinu i súpu eða sósú. Eftir sömu heimild er reiknað út calcium, og eggjahvíta í kartöflum, gulrófum og síld og vatnsmagn i rúgbrauði og hveitibrauði. Allar aðrar tölur eru teknar úr H. C. Sher- mann: Chemistry of food and Nutrition, 1933. — Kartöflu- og gul- rófnaskammturinn er áætlaður 200 gr., mjólkurskammturinn 250 gr., kakaóskammturinn 6 gr., haframjölsskammturinn 40 gr., hrísgrjóna- skammturinn 20 gr., brauðskammturinn 70 gr., eggjaskanunturinn 40 gr., ostaskammturinn 10 gr. og harðfiskskammturinn á 23 gr., sem eiga að samsvara 100 gr. af nýjum, hráum fiski. Sláturskammtinn tel eg, með tilliti til Ca og P, samsvara bráuðskammtinum, og byggi eg það á rann- sóknum Trausta Ólafssonar. Útálát ýmsra grauta reikna eg sem hris- grjón. þótt oft sé um önnur grjón að ræða; það gerir engan teljandi mismun, því að um mjög lítið magn er að ræða. — Við skammtaáætlan- irnar hefi eg stuðst við mínar eigin mælingar á mínu heimili og víðar, íslenzkar matreiðslubækur, búreikninga nokkurra heimila, matarlag og heildarinnkaup heimavistarskólans á Reykjanesi, skömmtunarreglur ríkisstjórnarinnar og ýmsar venjur í mataræði. Feitmeti og sykur er ekki tekið með hér, en það á engin veruleg áhrif að hafa á steinefna- magn fæðunnar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.