Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1941, Page 21

Læknablaðið - 01.11.1941, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 143 Epidermophytia interdigitalis — (greipasveppur, táasveppur) sýn- ist fara mjög í vöxt, sérstaklega á baöstöðum. Hann er sagöur landplága í U. S. og algengur í Danmörku. Hann ásækir aöallega tágreiparnar, en getur viöar fariö (lærkriki, handkriki, hendur o. v.) og veldur skinnflagningi, bólum og húðleysi, stundum meö nokkr- um kláða. Sven Lomholt ræður til þess aö nota '/2% spiritusuppl. af krystal violet (penslun). Aq. alum. sulraeetatis kvað líka koma að góðu gagni. Þá vill hann láta hreinsa sokkana með spirit. denat. i 2 sólarhr. (Ibid.). Sullaveiki er talsverð á Nýja Sjálandi og sýkjast um I af 10 þús. árlega. Auglýsingar og leið- beiningar, sem festar hafa verið upp á sláturhúsum o. v. hafa kom- iö aö litlu gagni. Nú á að lög- bjóða meðal annars reglubundna hundahreinsun og lyfið, sem not- að er, er „arecoline hydrobromide'1 Skyldi þaö vera betra en þau lyf, sem vér notum? (Lancet % '38). Mænusótt. — Amerískar rann- sóknir hafa sýnt, að virus er ekki sjaldan i saur sjúkl. Þaö hélst í saurnum í 24 daga og hélst lifandi i 10 vikur i saur sem stóð i kæli- skáp. Hætta getur því stafað af skólpi og frárennsli. (J.A.M.A. % ’3S). ' If f t i rtektar veröum mænusóttar- faraldri lýsir Hans Stahel. Af 930 hermönnuin sýktust á 12 dögum: Með einkennum frá meninges og ntænu .................. 6 Með einkennum frá meninges eingöngu ................. ió Meö slímhúðaþrota (catarrhal) eingöngu ................ 108 Taliö var að slímhúöarþrotinn (angina?) hafi veriö af saina upp- runa, nteðal annars vegna þess, að hans varð ekki vart í öðrum her- mannaflokkum í nágrenninu. (I-b.) Sú fregn kemur frá Sviss, að kvíga hafi fengið þar áreiðanlega mænusótt með miklum lömunum. N’ita menn ekki dæmi slíks. (Ib.) Er leyfilegt að nota lyf úr pars poster. hypophyseos? er fyrirsögn á forystugrein í J. Am. Med. Ass. ÁÍZio. Telur höf. (J. A. Sharkey), að læknar noti pituitrin mjög ó- gætilega, frekar til þess að græða á þvi en að bæta sjúkl. Hann gef- ur þessar reglur: 1. Aldrei skal nota lyfið til þess aö auka eðlilegar hríðir, og flýta þannig fyrir fæðingu. 2. Nota ntá lyíið: a) stundum við adynamia prima, ef ekki er aö óttast þrengsli, b) við langvinnt IL stad. og veikar liríðir, ef töng verður ekki komið við, c) stundum til að losa fylgju. Dosis aldrei yfir 0,18 cc. og lielzt ekki yfir 0,06 og ekki tíðar en með 30 inín. milli- bili. Herpes facialis getur verið lang- vinnur og leiður kvilli. Talið er að liann stafi af huldúsýklum, sem hafast við inni í frumum. Svo er þetta t. d. með bólusótt. Einhverj- um hefir því komið til lrugar, aö bólusetning gæti liaft góð áhrif á herpes. P. L. Davis, amerískur læknir, hefir reynt þetta á 14 sjúk- lingum meö ágætum árangri, að þvi er hann segir. Hann bólusetti sjúkl. 4—8 sinnum með 10 daga millibili. — Athygli skal vakin á því, að herpes labialis, eða venju- Iegur áblástur, mun vera af öðr- um uppruna en h. facialis. (T. A. M. A. 25/, >40.) Þvaglos (enuresis) er svo hvim- leiður kvilli, og stundum svo erf- itt að ráða bót á honum, að full á- stæöa er til þess að veita öllum ráðum eftirtekt, sem sagt er að k'omi að gagni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.