Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1942, Síða 11

Læknablaðið - 01.06.1942, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 21 Gísli Fr. Petersen: Röntgenologische Untersuchungen iiber Arteriosklerose, Rvík 1941. Doktorsrit, varið við Læknadeild Háskóla íslands 10. jan. 1942 —Útdráttur eftir höf.— í fyrstu var þaö aöaltilgangur- inn nieð röntgenrannsóknum mín- um, að fá samanburð á tíðleika æðakölkunar hér, við það, sem fundizt hefir í öðrum löndum. Eft- ir því sem þessum athugunum mið- aði áfram og við frekari lestur um þetta efni, komu þó ýmsir ann- markar á þessu í ljós. Lítið hefir verið g'ert aö svipuðum skoðunum í öðrum löndum, að því er eg bezt veit, og því erfitt um samanburð. Aðalíéga hafa það verið sjúkling- ar með sykursýki, sem aðrir höt'. hafa rannsakað, en viö þann sjúk- dóm er kölkun í útlimaæðum rnjög tið. Um röntgenskoðun á aorta alxlominalis hefir mjög lítið verið birt og engar hópskoðanir gerðar. Landfræðilegur samanburður hlaut þvi að verða aukatriði i bili, en þessar rannsóknir geta þó orðið hvatning öðrum til þess að gera sams konar hópskoðanir. Eg mun nú gefa stutt yfirlit um aðalinnihald ritverksins og helztu niðurstöður. Alls hafa verið rönt- genskoðaðir 307 sjúklingar. Ýmist hafa þeir legið á Landspítalanum eða komið utan s])ítala til röntgen- skoðunar. Nokkrir voru á Elli- lieimilinu. Röntgenrannsóknirnar voru gerðar á Röntgendeild Land- spitalans og fóru aðallega fram á árunum 1937—39. Útlimir og grindarholið er röntgenmyndað lijá öllum, en aorta abdominalis að auki hjá 220. Kölkun í útlima- og smærri slagæðum grindarhols- ins er nefnd perifer æðakölkun, en kölkun í aorta abdominalis central æðakölkun. Æskilegast væri, að aorta he.fði verið röntgenmynduð hjá öllum, en af því varð þó ekki. af þeirri einföldu ástæðu, að í byrjun var hugmyndin að athuga eingöngu útlimaslagæðar. Þegar frá leið og við nánari kynni af því, sem ritað hefir verið um æða- kölkun, vaknaði sú spurning, hvort nokkuð mætti legg'ja til málanna með röntgenskoöun um samband hinna mismunandi tegunda æða- kölkunar. Það gætir sem sé nokk- urrar óvissu um |)að, hvort kölk- un í elastiskum slagæðum eins og aorta, þar sem breytingar eru aðal- lega bundnar við intima, þ. e. atherosklerose, sé sami sjúkdóm- ur og mediakölkun i útlimaæÖum, oft nefnd „Mönckebergs Sklerose". —- Sé rétt að farið, eru tiltölulega góð skilyrði fyrir hendi, til þess að greina á röntgenmyndum kalk- skugga i aorta abdominalis in vivo, og var hún því valin til þess að sýna central æðakölkun. Að öllum jafnaði mun kölkun þar jafngilda atherosklerotiskum breytingum, sem venjulega halda sig í intima, en kölkun í útlima- slagæðum, eins og hún kemur fram við röntgenskoðun jafngildir med- iakölkun. Maður verður að hafa

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.