Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 6 7 3. mál. Breyting á útgáfu Læknablaðsins. Valtýr Albertsson gat um þá breytingu, sem orSifi hefði á út- gáfu Læknablaðsins. Hefði L. R. ráðið fa,stan aðalritstjóra og greiddi honum þóknun fyrir. Hefði verið á það minnzt, að L. í. tæki nokkurn þátt i þessum aukna kostnaði, enda væri svo til ætlast, að einangraðir læknar hefðu mein not blaðsins en verið hefði. For- maður L. í. hefði talið sig hlynnt- an þessu, en taldi sig ekki bæran að því, að ákveða fjárupphæð fyr en á aðalfundi. Óskaði eftir að stjórnin bæri fram tillögu um mál- ið. — Guðm. Hannesson taldi þetta þýðingarmikið mál, sem þyrfti að athuga vel. Læknablaðinu hefði gengið illa að fullnægja þörfum lækna, hefði komið óreglulega út og lítið verið að sækja af hagmýt- um fróðleik í það, enda blaðið lítið. Blaðið hefði átt að vera tengiliður milli lækna. kynna þá, en lítið verið um þetta, fáar fréttir. Hins- vegar hefði blaðið verið ótæmandi fjársjóður þeirra. er taka vildr. dæmi úr spilltu máli. Hefði alltaf- talið rangt að L. R. eitt gæfi blaðið út, bæði L. R. og L. í. ættu að standa ^að útgáfunni. Eðlilegast væri að að því yrði stefnt sem bráðast. að læknar gæfu sjálíir út blaðið, en ekki prentsmiðjan. Magnús Pétursson kvaðst styðja mál frummælanda. Stjórnin hefði ekki talið sig hafa heintild til þess að veita fé til útgáfu blaðsins, en hann væri þess fýsandi. Gerði það að tillögu sinni, að L. 1. heimilaðist að styrkja. útgáfu Læknablaðsins eftir því, sem urn semdist rnilli stjórna L. í. og L. R. Samþ. samhljóða. 4. mál. , Stofnun félags héraðslækna og rnnara lækna, sem föst laun taka úr ríkis- cða bæjarsjóðum. Magnús Pétursson taldi slíkt fé- lag geta verið hliðstætt þeint starfsmannafélögum, sent nú starfa. Taldi hep])ilegast að deildir yrðu stoínaðar út unt land og næði hv'er þeirra ekki yfir stærra svæöi en svo, að félagsmenn gætu hitzt og rætt sín ntál. því að þótt eiti félag héraðslæk.na væri stofnaö, væru þeir ekkert betur settir en með L. í. nú. Leggur til að kosin verði þriggja manna nefnd til und- irbúnings málinu. - Samþ. samhljóða. Þessir hlutu kosningu: Páll Sigurðsson 12 atkv. Árni B. Árnason 10 atkv. Páll Kolka 9 atkv. Fundið frestað. Fundur var aftur settur kl. 21 sama dag á sama stað. 5. mál. Erindi: Bjarni Jónsson: Um snúna fætur (Pedes equino-vari). 6. mál. Breytingar á codex ethicus. Páll Sigurðsson rakti stuttlega scigu málsins og gat um bre.yting- artillögur. er stjórninni höfðu borizt. Lagði fram stjórnartillögu um að kjósa þriggja manna nefnd til þess að ganga frá tillögunum og leggja þær fyrir fundinn. S.amþ. samhljóða. Kosnir voru: Sigurjón Jónsson. Valtýr Albertsson. Jóhann Sæmundsson. . Fundi frestað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.