Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 18
LÆKNABLAÐIÐ 76 þakkaði fonnanni L. í. fyrir aö hafa boðið stjórn læknanemafé- lagsins á fundinn. Sem svar við á- sökunum Páls Kolka: Lækna- stúdentar þekkja vel örðugleiká héraðslækna og viðurkenna þá. sbr. ályktun félagsins frá í vetur. Stúdentar vilja ekki fara út á land, fyrst og fremst vegna þess, að þeir telja sig ekki menn til að starfa upp á eigin spýtur og nú sem stend- ur er það fjárhagslegt tjón fyrir þá. Erum á móti lögþvingunar- frumvarpinu fyrst og fremst vegna þess, hve námstíminn er orðinn langur, 7 ár auk kandídatsárs. Laun þau, sem gert er ráð fyrir, eru of lág. Þeir kandidatar sem kvæntir eru, yrðu í mörgum tilíellum aö halda heimili i Eeykjavik, meðan þeir afplána skylduna, og færi þá kúfurinn af kaupinu. Teljum að úr vandræðum héraðslækna yrði bezt bætt með því, að gera kjör þeirra l>etri og að „ambulant" em- bætti þau, sem stofna á, yrðu vel launuð, svo að menn fengjust í þau af frjálsum vilja, en þyrfti ekki að beita þá lögþvingunum umfram aðra þegna þjóðfélagsins. Sigurjón Jónsson (/iiitoreferat) : I. • Kvað sér þykja það kynlegt, eí héraðslæknar væru almennt ó- ánægðir með þá lagasetningu, sem hér væri um að ræða, þótt sumir kynnu að liafa kosið einstöku at- riði öðruvísi. Hann vissi ekki bet- ur en sífelld umkvörtun hefði ver- ið af héraðslækna hálfu um erfið-- leika viö að fá staðgengla og hefði annar ræðumaður á undan (Páil Kolka) nefnt um það átakanlegt dæmi úr sinni reynslu. Harín kvaðst ekki hafa heyrt nema sumt af um- ræðunum, en í málaflutningi þeim, sem hann hefði heyrt af hálfu stjórnarinnar, fyndist sér allmjög kenna einhliða ádeilu á landlækni. Ekki væri út á það að setja, þótt stjórnin héldi fram sínu sjónar- miði, en úr því að hún teldi rétt að bjóða stjórn félags læknadeildar- stúdenta á fundinn — en vitanlegt er, að læknadeildarstúdentar telja sér hina umræddu lagasetningu til óþurftar, hvort sem þeir líta þar rétt á eða ekki —- þá hefði veriö réttára að bjóða landlækni líka, því að „audiatur et altera pars“. Annars væri ekki rétt eins og gert hefði verið hvað eftir annað, aö tala um kr. 300.00 mánaðarlaun. þvi að þótt i frumvarpinu hefði upphaflega verið gert ráð fyrir 300.00 kr., þá væri hærri upphæð tiltekin í lögunum, áuk fullrar dýr- tiðaruppbótar og kostnaðarlausrar dvalar. Auk þess mundi mega gera ráð fyrir, að héraðslæknar bættu við einhverju úr sínum vasa — þeir sem gætu — heldur en að stað- gengill væri óánægður. það yrði hvort sem er aldrei nema lítið brot af staðgengilskostnaði nú. II. Út af ræðu Ófeigs ófeigssonar o. fl. S. J. kvað það rétt. að óheppilegt væri niargs vegna. að héraðslækn- ar hefðu stúdenta að staðgöngu- mönnum. Það væri og hefði alltaf verið neyðarúrræði, en þessum lögum væri einmút ætlað að gera það óþarft. Að það væri sérstakur ábvrgðarhluti fyrir kandidata, að takast á hendur staðgengilsstörf. kvaðst hann ekki geta skiliö. Það mætti að vísu seena með réttu, að það væri alltaf ábyrgðarhluti, að fást við lækningar, en þeir, sem ætluðu að gera það að ævistarfi. yrðu þó einhverntíma að byrja, og hér væri ekki. að því er sér skild- ist, ætlast til, að menn yrðu setlir i þessar aðstoðarlæknisstöður,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.