Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 69 Dr. med. Júlíus Sigurjónsson og Hannes GuSmundsson. Magnús Péíursson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gat þess, a'S hann lieffii fengiS bréf frá Pétri lækni s)’iii sinum, sem nú dvelur í Kau])mannahöfn og stæöi þar meðal annars um Medicinaldirektþr Frandsen: ..Hann er okkur isl. læknunum mesti hjargvættur, enda er nú svo komið, aö menn leita til hans með <>11 sín vandræði og hann finnur lausn á öllu.‘‘ Hann bar fram tillögu um að senda Medi- cinaldirektþr Frandsen þakkar- skeyti og var það samþ. í einu hljóði. 8. mál. Greinargerð embættaveitinganefndar. Framsögumaður, dr. med. Árni .Vrnason, lagði fram fyrir hönd nefndarinnar :1) „Tillögu um mæli- kvarða á verðleikum við veitingar læknishéraða", ásamt ítarlegri greinargerð. í tillögunni eru þessi 4 atriði tekin til greina: t. Próf. 2. Framhaldsmenntun. 3. Starfsaldur. 4. Sérstök afrek. Hvert þessara at- riða fyrir sig er metið til ákveðinn- ar stigatölu. Maguús Pétursson taldi erfitt aö átta sig á málinu í fljótu bragði og gerði það að tillögu sinni, að málinu væri visað til stjórnarinnar og hún sendi tillögur nefndarinnar og greinargerð til félagsmanna. Páll Kolka studdi tillögu for- manns. Tillagan samþ. samhljóða. x) Það telst ástæðulaust að taka þessa tillögu ásamt greinargerð- inni upp í þennan útdrátt fundar- gerð^rinnar, sökum þess, að ráð- gert er, eins og síðar mun sýnt vera, að senda hana og greinar- gerðina félagsmöimum sérstaklega. Fundi írestað. Fundur settur aftur sama dag á sama stað kl. 21. 10. mál. Erindi: Próf. Níels Dungal: Er sullaveikin að hverfa á Islandi? Jóhann Sæmundsson taldi æski- legt að eftirrannsókn yrði gerð um hve margir af þeim sullaveiku hafi verið úr sveit. Ástæða til að ætla að sveitafólk sé ver sett með sullaveiki, en fram kemur í erindi próf. Dungals, því að kvikfjárrækt og hundahald er vart um að ræða i bæjum. Væri athugandi að skoða saur hunda, sem hreinsaðir eru, pg leita að bandormum í honum. Guðm. Hannesson sagði að próf. Krabbe hefði á sínum tima fengið hunda keypta gegn vægu gjaldi til 'rannsókna sinna og væri reynandi að gera það sama nú. Páll Kolka áleit að mismikið væri af sullaveiki i landshlutunum og e. t. v. kæmi niest af Sunníénd- ingum í Landspitalann og gæfi þvi materiale próf. Dungals e. t. v. ekki rétta mynd af öllum landslýð. Ekki trúaður á saurrannsóknir hjá hundunum, sem Jóhann Sæmunds- son hafði minnzt á. Hinsvegar mætti búast við nokkrum árangri af „systemat- iskri“ athugun í öllum sláturhús- um landsins á því, hve margt fé væri sollið, því að heimaslátrun væri að heita mætti úr sögunni. Umgengni með innyfli fjár í slát- urhúsum væri ábótavant, a. m. k. á Blönduósi. Þar væri árl. slátraö ca. 20000 fjár og þar gætu hundar komizt í innýflin. \’æri ómögulegt að kippa þessu í lag, þrátt fyrir ár- ^ legar og itrekaðar umkvartanir. Dr. med. Gunnl. Claessen minnt- ist á ,,þjóðlega“ sjúkdóma þrjá: holdsveiki, geitur og sullaveiki, og þó að sjájfsagt væri og skylt að út-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.