Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 16
74 LÆKNABLAÐIÐ aldrei, ef þaö er samvizkusamlega ræ'kt. í 200 ár hafa hraustmenni, sem ekki hafa vílað fyrir sér hverskon- ar erfiöi, veriö að byggja upp virð- ingu þá, sem læknastéttin nýtur í dag. Það er menntunarleg nauð- syn, að kynnast 'kjörum fólks, að- búnaði, starfs- og- lífsháttum. Það lier að stefna aö því að verða lækn- ir, en ekki aðeins mediciner, og það fæst ek'ki á skólabekknum eingöngu, heldur líka og jafnvel fyrst og fremst af lífinu sjálfu. Valtýr Albertsson (Autoreferat). Taldi að fcréf landlæknis til ýmsra héraðslækna hefði komið sumum læknum, sem ókunnugir voru niála- vöxtum, á þá skoðun, að L.R. hefði unnið gegn hagsmunum héraðs- lækna. Þann misskilning vildi hann nú leiðrétta. L. R. hefði tjáð sig hlynnt húgmyndinni um stofnun 4 aðstoðarhéraðslæknisembætta, en þótti launin, allt að 300,00 kr. á mánuði of lág. Hinsvegar gat fé- lagið ekki fallizt á frumvarpið um breytingar á lækningaleyfislögun- um. Hafði fundur í L. R. falið stjórn þess að mótmæla frumvarpi þessu. — Las upp svar félagsins til landlæknis: Reykjavik, 31. marz 1942. Á aukafundi í Læknafélagi Reykjavikur, sem haldinn var 27. þ. m., var samþykkt einróma að fela stjórn félagsins að mótmæla frumvarpi þvi um breytingu á lækningaleýfis'lögunum, sem þér. herra landlæknir, hafið óskað eftir að félagið segði álit sitt um. Stjórn Læknafélags Reykjavik- ur vill ákveðið mófmæla því, að þvingunarlög gildi um lækna öðr- um stéttum fremur. Virðist og ær- ið liart aðgöngu við læknakandí- data, eftir 13—14 ára nám, að skylda þá til þess að gegna hér- aðslæknisstörfum fyrir álíka þóknun og hálfvaxnir sendisvein- ar fá við sumar rikisstofnanir. í mörgum fámennu héruðunum, þar sem þessir ungu læknar myndu helzt verða ,,skikkaðir“ til að gegna slíkri þegnskylduvinnu, eru aukatekjur svo lítilf jörlegar og innheimta þeirra oft svo erfið og gengur svo seint, að það sem lækn- irinn fcæri þannig úr býtum myndi oft ekki hrökkva meira en fyrir kostnaði við útbúnað til íerða- lagsins. Auk þess skortir enn á, þrátt fyrir tillögur yðar, herra landlæknir, að rikið sjái fyrir verkfærum, sem fylgdu héruðun- um, og lyfabirgðum eftir þörfum. Stjórn Læknafélags Reykjavík- ur telur meira en vafasamt, að hag afskekktu héraðanna sé vel borgið nreð því, að senda þangað lækna nauðuga og að naumast sé með sanngirni hægt að krefjast á- huga og vinnugleði af læknum, sem þangað væru komnir gegn vilja sínum og teldu sig því einskonar útlaga. Sýnist oss sú ’leið vænlegri til þess að fá lækna til frambúðar i fámennu og tekjurýru héruðin. að föstu launin séu svo rífleg og á annan hátt svo um hnútana búið, t. d. með styrkjum til námsferða, að læknarnir gæti lifað þar sónra- samlega og hafi öðrum héraðs- læknuin fremur ráð á að afla sér framhaldsmenntunar, þar sem gera verður ráð fyrir, að þeir sökum ein- angrunar og æfingaskorts dragist aftur úr i grein sinni. Væru auk þess ákveðin lífvæn- leg laun til handa hinum 4 aðstoð- arembættislæknum, sem gert er ráð fyrir i frumfvarpi yðar, herra landlæknir. teljum \ i'ð víst, að ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.