Læknablaðið - 01.07.1943, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
15
klafa botnlausra námsskulda, og
skulda vegiia stofnkostnaöar hér-
aðslæknis, og eiga svo ofan á allt
saman á hættu að týna niöur dýr-
keyptum fræðum í aðgerðarleys-
inu, því að ekki eru mikil líkindi til
að þau kjör, sem boðin eru, gefi
manni tækifæri á að dvelja lengri
tíma hérlendis eða erlendis til
framhaldsmenntunar.
Þá var rætt um kandidatspláss-
in við íslenzka spitala, og mögu-
leika héraðslækna á að komast aö
sem 2. aðsfcoðarlæknir við hand-
læknisdeild Landspitalans. Um
þessi mál fjallaði nefnd á fundin-
um og skilaði seinna á honum eft-
irfarandi tillögum með greinar-
gerð, sem eftir ennþá nánari um-
ræður voru samþykktar þannig:
A. Aðalfundur Læknafélags
Vestfjarða skorar á Læknafélag
íslands að það vinni að þvi af
alefli við heilbrigðisyfirvöldin að
fjölgað verði kandidatsplássum í
landinu um 2—3 að minnsta kosti,
t. d. við spítalana á Akureyri, ísa-
firði og í Vestmannaeyjum.
Greinargerð.
Undanfarið hefir verið mjög
bagaleg vöntun á kandidatspláss-
um í landinu, svo nrjög að nýút-
skrifaðir kandidatar, venjulega
5—7, hafa aðeins um að velja hér
á landi 3 kandidatspláss, fyrir hin-
um, sem eftir eru, liggur þá ekki
annað en að bíða >og alltaf verður
halinn lengri og lengri, eða þá að
fara til útlanda. Að vonum hafa
menn tekið þann kostinn, að reyna
að brjótast út fyrir landsteinana,
fyrir stríð til Danmerkur, og nú
til Ameríku. Það er viðurkennt
af heilbrigðisyfirvöldunum, aö
margir þessara manna muni aldrei
koma til íslands aftur, sízt meðan
launakjörin eru margfalt verri hjá
okkur en í öðrum menningarlönd-
um. Á hinn bóginn er það jafnaug-
ljóst mál, að þeir spítalar, sem
áður voru nefndir, eru fyllilega
færir um að gefa kandidötu'm þá
þjálfun, sem heimtuð er af öðrum
spítölum hér á landi og erlendis.
Það verður því að teljast harla
einkennilegt að heilbrigðisyfir-
völdin skuli vera síkvartandi um
læknafæð í dreifbýlinu, en — ef
svo mætti að orði komast — ræki
íslenzku læknana, eftir að hafa
kostað dýrt háskólanám fyrir þá,
af landi burt, >og það alveg að
óþörfu.
B. Aðalfundur Læknafélags
Vestfjarða skorar á Læknafélag
íslands að vinna af alefli að því
við heilbrigðisyfirvöldin að hér-
aðslæknar verði hlutgengir eða
gangi fyrir öðrum við umsóknir
um 2. aðstoðarlæknisembættið við
handlæknisdeild Landspitalans,
þótt þeir hafi ekki áður notið sér-
menntunar í handlækningum.
Greinargerð.
1. Margir héraðslæknar úti á
landi eru í þeirri aðstöðu, að þeir
verða að geta gert jafnvel stórar
handlæknisaðgerðir við léleg skil-
yrði, þótt þeir hafi enga sér-
menntun fengið sem handlæknar,
og oft litla æfingu, jafnvel þótt
þeir hafi verið kandidatar á stór-
um handlæknisdeildum, og er þeim
af þeim sökum brýn þörf á ein-
hverri framhaldsmenntun, sem
ekki tekur alltof langan tíma, né
verður þeim of kostnaðarsöm, og
verða umrædd handlæknispláss á
Landspítalanum að teljast tilvalin
til þess.
2. Á það hefir á hinn bóginn
margoft verið bent að nægilegt sé
komið af sérfræðingum í ýmsum
greinum og ekki sízt í handlækn-