Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.1946, Blaðsíða 12
86 aði ekki verið taldir, en i vafa- tilfellum liefir það verið gert, en ekki liefir sú talning verið látin skera úr um diagnósuna. Þvagrannsókn var gerð ó öll- um sjúklingum, sem hægt var, á undan aðgerðinni, og mjög oft mikroscóperað þvagið, einkum ef grunur lék á, að um nýrna- eða ureterstein gáeti verið að ræða. Annars er ekki hægt að sjá af pt ssum sjúkraskrám, hversu réttar preóperativ diagnósur spítalans hafa verið, þar sem einungis eru athuguð þau sjúk- dómstilfelli, þar sem diagnósan er staðfest postóperativt. Einu sinni hefir þó verið gerður miðlínuskurður, vegna þess að álitið var, að um graviditas extrauterina væri að ræða, en reyndist þá vera appendicitis acuta. Nú á tímum eru flestir á einu máli um það, að þegar bú- ið sé að greina appendicitis acuta, beri strax að óperera sjúklinginn, ef ekki er kominn ahscess eða bólgan farin að hjaðna aftur. Conservativ meðferð á sér fáa formælend- ur, og virðist þeim fara mun fækkandi. Að flestra dómi á hún aðeins rétt á sér, þegar ekki er hægt að koma siúkl- ingnum á sjúkraliús eða óper- era hann i heimahúsum. Hér á landi deyja árlega 10 —15 manns úr appendicitis, og er það há tala, þegar athugað L Æ Iv N A B L A Ð I Ð er, að fáir eða enginn ætti að þurfa að deyja úr þeim sjúk- dómi, ef rétt er greindur og ópererað, á meðan bólgan hef- ir ekki breiðzt út fyrir sjálfan hotnlangann. Það hefir verið ófrávíkjan- leg regla að óperera strax og húið var að ákveða diagnósuna ef óperation á annað horð þótti indiceruð. Nokkrir sjúklingar hafa verið látnir liggja í nokkr- ar klukkustundir til athugun- ar, ef diagnósan var óviss, og stundum liefir þurft að híða nokkra tima vegna þess, að sjúklingarnir höfðu fengið morfininjection, rétt áður en þeir voru sendir á spítalann, og því ógeriegt að greina sjúk dóminn, fyrr en áhrif deyfi- lyfsins voru runnin af þeim. Er þetta hinn mesti hjarnar- greiði. Eg liefi ekki tölu á þeim sjúklingum, sem hafa fengið laxerolíu, áður en diagnósan appendicitis acuta var sett á þá, en þeir munu eigi allfáir. Ástandið hefir stórum versnað. og sjúklingurinn oft orðið skvndilega fárveikur. Enda er það hið mesta óhappaverk að gefa laxanlia sjúklingi með acut bólgu í abdomen. Ekki eiga þó læknarnir einir sök á þessu, því að leikmönnum er gjarnt að grípa til hægðalvfia, ef þeir fá verk i kviðarholið. Verður ekki nógsamlega hrýnt fyrir mönnum, að af þessu getur stafað mikil hætta, því

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.