Læknablaðið - 01.06.1946, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
87
að oft liafa 1—2 skeiðar af
laxerolíu riðið mönnum að
fullu, þótt þeir liefðu átt að
hafa góðar batahorfur ella.
f Pennsylvaniufylki í Banda-
ríkjunum liefir i mörg ár verið
haldið uppi áróðri og hrýnt fyr-
ir mönnum að forðast hægða-
lyf, ef þeir fá „verk í magann“.
Árangurinn telja læknar koma
fram í því, að 1930 dóu 1252
sjúklingar eftir appendecto-
miu, 1940 886 og 1942 624.
Strax þegar sjúklingar koma
á deildina, er tekin afstaða til,
hvort gera skuli óperation eða
ekki, og er þá venjulega allt
tilbúið til aðgerðar að klukku-
slund liðinni. Sjúklingar, sem
koma á deildina eftir miðnætti,
eru alltaf ópereraðir strax,
aldrei „geymdir“ til morguns.
Annars er það hrein undan-
tekning, að sjúklingur komi
eftir miðnætti. I 122 sjúkra-
sl:rám er þess getið, klukkan
livað sjúklingurinn kom á
deildina, og geri eg ráð fyrir,
að sú mynd, sem þá kemur
fram, gildi fyrir heildina, í að-
aldráttum a. m. k. Það kemur
þá í ljós, að 90% af sjúkling-
unum koma á deildina frá há-
degi til miðnætis, og 77% frá
því kl. 18 til 24. Má af því sjá,
að ekki er allt með felldu, því
að sjúkdómurinn gerir engan
mun á nóttu og degi, og ættu
því sjúklingar að berast að
jafnl á öllum tímum sólar-
hringsins. En greinilegt er, að
þeir sjúklingar, sem ekki koma
fyrir miðnætti, mega lang-
flestir lig'gja heima næstu 12
klukkustundir, eða til hádegis
næsta dag. Það lítur helzt út
fyrir, að læknarnir séu að átta
sig' á sjúklingnum frain eftir
degi og séu þá orðnir vissir um
diagnósuna eða þori ekki að
„salta“ sjúklinginn yfir nótt-
ina og sendi hann því á spitala.
3. mynd
sýnir á hvaða tíma sólarhringsins sjúklingarnir koma i spitalann.