Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 15

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 105- geta þess, að góður vísindamað- ur hefir með ágætri tækni fund- ið heldur minna próthrombin 1 hlóði barna, sem fæðast vor- mánuðina en hjá þeim sem fæðast haust- og vetrarmánuð- ina. Hinsvegar, eru blæðingarn- ar hjá börnunum ekki tíðari á vorin en vetur og haust. Heilsu- far móðurinnar á meðgöngu- tímanum virðist ekki hafa nein áhrif á próthrombinið, hvorki hjá henni sjálfri né barninu, nema þegar um lifrarsjúkdóm er að ræða. Það hefir ekki held- ur ennþá tekist að finna orsök- ina í líkama harnsins. Lifrar- starfsemi nýfæddra barna er lítt kunn ennþá, enda erfitt rannsóknarefni. Samt er það vitað, að gall þeirra er fremur snautt að gallsúrum söltum, en hið intermediera efnaskipti lifrarinnar sjálfrar er litt þekkt, að þvi undanskildu, að citricode- hydrogenase, starfar jafn vel sem oxydationsenzym fyrir citronsýruefnáskiptin lijá ný- fæddum sem fullorðnum. Um önnur enzym barnslíkamans vita menn dálitið, t. d. finnst lit- ið af pepsinogen í magavökvan- um, og það, að börnin þola illa tormelta fæðu, bendir á, að starfsemi próteólvtisku enzym- anna í meltingarvökvanum, sé lélegri hjá þeim en fullorðnum. Það er sem sagt ekki ennþá ljóst, hver orsökin er til pró- thrombinskortsins. Sumir lialda því frám, að liann sé að kenna K-vitaminskorti, — og ætti hann þá að vera barninu eðli- legur, — en aðrir, að storknun- arenzymið sé, eins og ýmis önnur enzym i barnslikaman- um, öðruvísi en lijá þeim sem eldri eru, annað hvort að magni eða eiginleikum. En livernig sem þessu er var- ið, þá er það víst, að K-vítaminið verkar á próthrombinskort ný- fæddra barna. Menn færðu sér snemma í nyt afleiðingar þess- arar staðreyndar og tóku að gefa Iv-vítamin bæði til að girða fyrir skortinn og lækna. Það hefir komið i Ijós, að fái mæð- urnar K-vitamin þó ekki sé nema síðustu ldukkustundirnar fyrir fæðingu, þá er próthromb- inið í blóði barnanna að jafnaði meira en annars. Skammtur- inn handa mæðrunum er ekki ákveðinn ennþá, en óhætt er að gefa inn 5—10 ing. á dag, sið- ustu viku nieðgöngulímans. Það er engin hætta á að það sé of stór inntaka. Skammturinn lianda börn- um hefir verið á reiki, þangaS til prófessor Lehmann í Gauta- borg sýndi nýlega fram á, að Vá mg. af tiibúnu efnunum, þ. e. 35.500 Dam einingar, tekið inn eða dælt inn, hefir sömu verk- anir og 1 mg. eða meira. Hvort sem móðurin liefir fengið Iv- vítamin eða ekki, þá skal gefa börnunum % mg. strax eftir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.