Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 12
146 L Æ K N A B L A Ð 1 Ð af sjúklingum eftir á og bera árangurinn af þeirri meÖferð, sem þeir liafa fengið, saman við eldri rannsóknir. Til þess að unnt sé að gera þennan saman- burð, verða nokkur frumskil- yrði að vera fyrir hendi, en þau eru: örugg sjúkdómsgreining, að meðferðin liafi í aðalatrið- unum verið eins, að þjóðfélags- legar ástæður sjúklinganna séu líkar, að hæfilega margir sjúkl- ingar séu rannsakaðir og að athugunartíminn sé nógu lang- ur. Hér er ekki tími né tækfæri til þess að fara mörgum orðum um fyrri rannsóknir varðandi þessi atriði, því eins og kunnugt er, er erfiður aðgangur hér að frumheimildum, þegar um læknisrit er að ræða. Heimildir þær, sem eg hefi aðallega stuðzt við eru nýjustu rit, sem birzt hafa á Norðurlöndum um ulcus pepticum, en þau eru eftir Fa- her, Ihre, Ulven og Aanonsen og Krarup. Ritgerð Krarups er fyrirmyndin að þeim rannsókn- um, sem eg ætla nú að segja frá, að sínu leyrti eins og rannsókn- um Krarup’s er að mestu leyti hagað líkt og rannsóknum Aage Nielsen’s frá 1919. Þetta er gert til þess að fá sem skýrastan samanburðargrundvöll. Tilgangurinn með þeim rann- sóknum, sem eg ætla nú að segja frá, er sá, að fá vitneskju um það, hver árangurinn hefir oi’ðið af þeirri meðferð sem ulcus-sjúklingar hafa fengið á lyflæknisdeild Landspitalans frá 1. jan. 1931 til 31. des. 1940. Þetta tímabil er valið lil þess að fá a. m. k. 5 ára athugunar- tíma. Sjúkdómsgreiningin er liæ- matemesis, melæna, magasár (ulcus ventricuh) og skeifu- garnarsár (ulcus duodeni), og er hún byggð á súbjektívum ein- kennum sjúklinganna og hjá öllum á öruggum einkenn- um við röntgenskoðun, það er að segja geil (nische) eða öðrum jafn öruggum einkenn- um, ásamt venjulegri sjúk- lings rannsókn og rannsókn á saur. Það má því ganga að þvi vísu, að sjúkdómsgreiningin sé rétt. Yiðvikjandi sjúkdóms- greiningunum hæmatemesis og melæna ^41 eg geta þess, að þetta eru aðeins einkenna grein- ingar. Eins og kunnugt er, geta hæði hæmatemesis og melæna orsakast af ulcus ventriculi og ulcus duodeni og væri því rök- réttara að nota þær greiningar þegar sárin finnast við röntgen- rannsókn. En reynslan er sú, að horfurnar við blæðandi sár eru allt aðrar en við ekki blæðandi, og liefir því þótt rétt að nota þessa greiningu. Um meðferðina skal þess get- ið, að sjúldingarnir hafa fram að árinu 1934 fengið fæði ad mod. With-Faber, en frá 1934 ad mod. Ivalk. Það hefir ekki ætíð verið farið bókstaflega eft-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.