Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1946, Síða 17

Læknablaðið - 01.12.1946, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 151 einkennin hafa varað. Sam- kvæmt rannsóknum Aage Niel- sen’s og Krarup’s læknast eftir eina meðferð á sjúkrahúsi ca. helmingur sjúklinga, sem hafa haft einkenni í 14 ár eða skem- ur, en ef einkennin liafa varað í 1 ár eða lengur, læknast að- eins Vs hluti sjúklinganna. Það varðar einnig mjög miklu, að sjúklingarnir geti fylgt þeim reglum, sem þeim eru settar við brottför af sjúkrahúsinu.Fyrsta árið eftir meðferð verður að líta á sem einskonar afturbata- skeið (reconvalecens). Sjúkl- ingarnir verða að lifa rólegu, reglusömu og áhyggjulausu lífi, forðast alla áreynslu, bæði lík- amlega og andlega, og fylgja reglum um matarræði, sem þeim eru settar. A 7. töflu sést, að 33 af þeim 51 sjúklingi sem eg hefi fengið upplýsingar um, hafa haft ein- kenni lengur en 1 ár áður en þeir fengu meðferð. Samkvæmt upplýsingum sjúkraskránna um stétt sjúklinganna, sést, að ca. % þeirra unnu líkamlega erfið- isvinnu; þar til teljast sjómenn, bændur, verkamenn til sjávar og sveita, konur þeirra og upp- lcomin börn. Mér þykir senni- legt, að þetta fólk hafi ekki átt kost á þvi að fvlgja þeim lífs- reglum, sem því voru settar við brottför. Öruggasta aðferðin við rann- sóknir eftir á, slíkar sem þessar skyldi maður ætla að væri sú, að vista sjúklingana á spítala meðan á rannsókninni stendur. Þeir sem hafa reynt þá aðferð, hal'a komizt að þeirri niður- stöðu, að það, er mestu varðar við þessar rannsóknir eru upp- lýsingar um kvartanir sjúk- linganna. Þeir geta haft sér- kennileg ulcus-einkenni þó að sýruinnihald í maga og rönt- genrannsókn sé eðlileg og saur- inn sé blóðlaus. Hinsvegar geta sjúklingar haft miklar sýrur i magainnihaldi og ákveðin „rönt- genologisk“ ulcuseinkenni þó að þeir séu óþægindalausir. Flestir hafa því valið þann kostinn, að leggja „súbjektív“ einkenni sjúklinganna til grundvallar, þegar þeir dæma um ástand þeirra. En þá verður að dæma árangur slíkra rannsókna með hinni sömu varkárni og aðrar, sem ekki eru byggðar á ákveðn- um „objektív“ einkennum. Einnig verður að hafa það i huga, að þó sjúklingar hafi haft ulcus pepticum fyrir 5 ár- um og einkennin hafi horfið um tíma, en svo byrjað aftur, þá er ekki loku fyrir það skotið, að þau einkenni geti stafað frá öðrum líffærum en maga og skeifugörn, t. d. frá gallrás, þvagfærum, pancreas eða geni- talia interna, né að einkennin geti stafað af óhóflegri tóbaks- nautn eða af sálrænum truflun- um. Þessi atriði finnst mér ekki

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.