Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 155 kvæntist hinni dönsku konu sinni hér á landi og var aldrei samvistum við liana í hjúskap í Danmörku. En fyrirfram var þetta engan veginn eins líklegt og það er auðskilið eftir á. Það, sem nú hefir verið sagt, er að- eins afsökun til að bera af okk- ur óvandvirkni um þetta atriði. Annað atriði er það, að höf- undur leiðarlýsingarinnar hefir ekki gætt þess, að skýrsla um lieimilisfang Jóns Jónssonar læknis á Fljótsdalshéraði sam- tímis Stefáni Gíslasyni héraðs- lækni þar, ef nokkurt hefir ver- ið, fellur utan við svið ævi- ágripsins, en það hefir Jón reyndar skráð sjálfur af mikilli nákvæmni og lesið af próförk. Búsetuákvörðunin nær sem sé, eins og greinilega er tekið fram í ritinu (bls. XII—XIII), ein- göngu til þess, hvar héraðslækn- issetrin voru, en Jón og Stefán voru aldrei samtímis hér- aðslæknar á Fljótsdalsliéraði, sem þá var eitt læknishérað (svo kallað 14. læknishérað), er Jón, sem aðeins var settur i embættið, auðvitað sleppti, jafnskjótt sem Stefán var skip- aður til að gegna því. Auka- héraðslæknisembætti á ofan- verðu Héraði, sem til gat verið að dreifa samkvæmt heimild í fjárlögum 1896 og síðar, kemur liér ekki til greina, því að það embætti var aldrei skipað. Hvar Jón Jónsson kann að hafa feng- ið geymdan farangur sinn eða jafnvel talið sig til heimilis, unz liann tók við 13. læknishéraði og fluttist til Vopnafjarðar — en lengst af þeim tíma var liann erlendis — það kemur þessu máli ekki við. Loks er það erindi Beldrings til Grænlands. Höfundur leiðar- lýsingarinnar telur hann hafa verið i „Mission í Grænlandi“ og virðist frýja okkur höfund- um læknatalsins nákvæmrar þekkingar á dönskunni. En í hinu danska læknatali, er við höfðum fyrir okkur, svo og i fyrr nefndri uppskrift úr riti Caröes, sem reyndar er gerð af jafngreinagóðum manni og vel kunnandi sem dr. Jóni Stefáns- syni, er á báðum stöðum full- um stöfum hermt, að Beldring hafi verið „Missionær i Grön- land“. Töldum við að sjálfsögðu ekki þurfa frekari vitna við, og teljum enn, unz annað reynist sannara, einkum þegar þess er gætt, að Beldring var á Græn- landsárum sínum (1823—1828) það, sem nú mundi vera kallað cand. theol.,*) en virðist ekki liafa gerzt læknir fyrr en löngu síðar(læknapróf 1832). Þessum skilningi okkar til enn frekari staðfestu er það, að ministeríal- bók Valþjófsstaðar áréttir þetta enn og segir um Beldring, er *) Það er því ekki út í bláinn, að Jónas Hallgrímsson kallar hann „séra Beldring“ í bréfi til Páls Mel- steðs frá Eskifirði haustið 1842.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.