Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 18
152 LÆKNABLAÐIÐ vera tekin nógsamlega til greina í þeim ritum, sem eg hefi sé'ð um þessi efni. Mínar rannsóknir verður auð- vitað að dæma með varkárni, og það fj7rst og fremst, vegna þess að sjúklingafjöldinn er of lítill til þess að unnt sé að byggja á honum öruggar álykt- anir. Eg þykist þó með vissu geta sagt, að á 3. deild Land- spítalans hefir ulcus ventriculi á síðasta áratug verið miklu tíðari en ulcus duodeni, þvert á móti því, sem verið hefir ann- arsstaðar, og ennfremur, að ár- angurinn af meðferðinni hefir ekki verið glæsilegur, en þó ekki stórum lakari en annars- staðar gerist á Norðurlöndum. Þó sjúklingafjöldi minn sé lítill, má sjá sömu stefnuna í mínum töflum og i töflum þeirra, sem unnið hafa úr stærri sj úklingaf j ölda. Samkvæm t þeim rannsóknum verður nið- urstaðan um lyflæknismeðferð á ulcus pepticum i fám orðum þessi, þegar miðað er við minnst 5 ára athugunartíma: Bata- horfurnar eru beztar hjá sjúkl- ingum, sem hafa blæðandi ul- cera. Af sjúkhngum með liæma- temesis batnar ca. 40% og af sjúklingum með melæna ca. 30% eftir eina meðferð. Horf- urnar eru stórum alvarlegri hjá sjúklingum sem hafa ekki blæð- andi ulcera. Af sjúklingum, sein hafa ulcus duodeni verða ca. 20% albata, en aðeins ca. 14% af þeim, sem hafa ulcus ventri- culi. Batahorfurnar eru að mjög miklu leyli liáðar því, hve lengi sjúklingurinn hefir haft ein- kenni áður en hann fékk með- ferð á sjúkrahúsi. Af þeim sjúklingum, sem hafa haft ein- kenni í */2 ár eða skemur, verð- ur ca. lielmingurinn albata, af þeim, sem liafa liaft einkenni í ca. 1 ár, verða ca. 35% albata, og af þeim, sem hafa liaft ein- kenni í 1 ár eða lengur, geta að- eins ca. 20% gert sér vonir um algeran bata eftir medicinska meðferð. Því oftar sem sjúklingarnir hafa orðið að fá lyflæknismeð- ferð, því minni eru líkurnar til þess, að þeir fái algeran hata, þegar um er að ræða ulcera, sem sjást við röntgenrannsókn. Af sjúklingum, sem liafa ulcus ventriculi eða ulcus duodeni læknast aðeins 10 af hundraði eftir að þeir hafa fengið lyf- læknismeðferð tvisvar eða oft- ar, en 30-—10% geta gert sér vonir um að verða skárri. Batahorfur karla og kvenna eru svipaðar, og ekki er með fullri vissu vitað, hvort þeim sjúklingum vegnar betur, sem veikjast ungir eða þeim, sem veikjast á efri árum. Iiundraðstala endurfalla eft- ir lyflæknismeðferð er mjög há. Hún er hæst hjá sjúklingum, sem liafa ulcus ventriculi, þar næst ulcus duodeni, en lægri hjá þeim, sem hafa blæðandi ulcera.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.