Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 32. árg. Reykjavík 1947 5. tbl. ZZ^ZZZZZZZZ^ Veiting prófessorsemhættisins í lyflæknisfræði við Háskóla Islands. C^jtir Jjóhannei J^jömíáon clr. med. Síðan veiting prófessorem- bættisins í lvflæknisfræði við Háskóla Islands var tilkynnt |). 8. júlí síðastl., hefir mikið um þetta mál verið rætt, ljæði af læknum og öðrum. Þar sem jjessi veiting snertir ekki ein- göngu læknadeild Háskólans, lieldur læknastétt landsins í heild, eiga læknar sjálfsagðan rétt á því, að þeim sé gerður kunnur gangur málsins. Gögn þau í málinu, er hér fara á eftir, hafa mér góðfús- lega verið látin í lé af mennta- málaráðuneyti, Iiáskólaráði og læknadeild Háskólans, og eru þau birt hér með levfi nefndra stofnana. Þann 5. desember 194ö birt- ist eftirfarandi auglýsing í Lög- birtingablaðinu: „Laust embætti, er forseti ís- lands veitir. Prófessorsembættið í lyf- læknisfræði í læknadeild Há- skóla íslands er laust lil um- sóknar. Prófessorinn skal jafn- framt vera vfirlæknir lyflækn- isdeildar Landspítalans, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 242/1945. I.aun samkvæmt lögum. Um- sóknarfrestur til 11. marz 1947. Veitist frá 1. sept. 1948 að telja. Umsækjendur um embælti jietta skuíu láta fylgja uinsókn sinni ýtarlega skýrslu um vís- indastörf þau, er þeir bafa unn- ið, ritsmíðir og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum um- sækjenda, prentuðum og ó- prentuðum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.