Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 4
66 LÆKNABLAÐIÐ Ætíazt er til, að sá, er fær veilingu fyrir embættinu, verji tímanum frá dagsetningu skip- unarbréfs lil embættistöku, til þess að búa sjg sem bezt undir starfið með námsdvöl erlendis. Menntamálaráðuneytið.“ Nokkru eftir að umsóknar- frestur var útrunninn, var, samkvæmt í). gr. reglugerðar Háskóla íslands, skipuð sér- fræðinganefnd til þess að dæma um vísindalegt gildi rita og rannsókna umsækjenda, svo og hvort þeir samkvæmt þeim myndu teljast bæfir eða óhæf- ir til þess að gegna embættinu. Nefndin skilaði eftirfarandi áliti til menntamálaráðuneyt- is: „Vér undirrilaðir, sem skip- aðir vorum í nefnd skv. !). gr. reglugerðar fyrir Háskóla ís- lands, til þess að dæma um vísindalegt gildi rita og rann- sókna hinna fjögurra umsækj- enda um prófessorsembætti i Lvflæknisfræði við H. í., svo og bvort umsækjendur samkv. þeim myndu teljast hæfir eða óhæfir lil þess að gegna em- bættinu, höfum orðið sammála um eftirfarandi: 1) Meðal rita umsækjenda er svo og svo mikið af alþýðleg- um ritgerðum um læknisfræði- leg og önnur efni, sem við telj- um að hafi ekkert visindalegt gildi, og leggur nefndin því ekki dóm á þau. 2) Viðvíkjandi hinum ein- stöku umsækjendum vill nefndin takafram eftírfarandi, og' tekur bún umsækjendur í stafrófsröð. Jóhann Sæmundsson. Rilgerðir umsækjanda eru yfirlitsgreinar, einstakar sjúkrasögur og ritgerðir byggð- ar á sjálfstæðum rannsóknum. Yfirlitsgreinar: Sjúkdómar í hvpofysis, Lbl. 1938. Langvinnir liðasj úkdómar, Lbl. 1939. Yfirlitsgreinarnar telur nefndin góðar og vel skrifaðar fyrir alm. starfandi lækna. Einstakar sjúkrasögur: Thrombosis a. eerebelli Lbl. 26. árg. 6. tbl. Neuralgia femoris, Lbl. 27. árg. 2. tbl. Nokkrar sjúkrasögur, Lbl. 29. árg. 9. tbl. Hætta af blý-benzíni. Sjúkrasögurnar telur nefnd- in vel samdar og' bera vott um góða þekkingu á alm. og sér- stakri lyflæknisfræði. Rilgerðir byggðar á sjálf- stæðum rannsóknum: Um Joð-bismol o. s. frv. Um beinbrot o. s. frv. Theophyllin Elders-Danlos svndröm. Greinaflokkur um melting- arrannsóknir: Phosphatase í magasafa. Kalíum í magasafa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.