Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 79 legar breytingar í vissum innrennsl- iskirtlum. Hann lýsir tveim titfell- um með ofvexti í gld.suprarenales og einn með ofvexti í Langerlianseyjum brissins samfara breytingum i lieila- dinglinum, sem ekki liefir verið lýst áður í þessu sambandi. Breytingarn- ar í heiladinglinum voru fólgnar i aukningu á basofil frumum. Kenn- ingin um Rli ónœmið getur ekki skýrt breytingarnar i innrennslis- kirtlunum. Höfundur kemur fram með þá kenningu að höfuðorsök sjúkdómsins sé misræmið í starfi (dysfunction) innrennsliskirtlanna, i móðurinni, sem framkalli breyt- ingar í fylgjunni og breytingar 'í innrennsliskirtlum fóstursins (e. t. v. aðall. með heiladingulinn sem millilið) og þar af leiðandi mis- ræmi í starfi þeirra. Skrif i læknarit- um benda til að hér sé um að ræða óeðlilega mikla myndun á estrone og gonadotroþ hormon. I sumum tilfellum, sérstaklega þar sem er hydrops foetalis, er álitið að trufl- anir á starfsemi innrennslis kirtla ákvarði gang sjúkdómsins. Sködd- un á fylgjunni opnar leið fyrir myndun Rb ónæmis ef blóð móður og barns eru af vissri gerð, en ónæmi þetta liefir siðan ábrif á myndun icterus gravis og anæmia gravis neonatorum. Höfundurinn stingur upp á bormon-meðferð, á erythro- blastosis foetalis, sem byggð er á ofangreindri kenningu. Ól. Bj. Arangur af óvenju ríflegri matargjöf. Það er oft talið, að bæði hcil- brigðir menn og sjúkir, og þó eink- um hinir síðarnefndu, geti aðeins hagnýtt sér mjög takmarkaðan fæðu- skammt, ef þeir lialda kyrru fyrir. Það er víða föst venja, að gefa að- eins vökvun, meðan á bráðum sjúk- dómi stendur, eða þeim sem eru með langvinna hitasótt.*) Á síðari árum hafa sjúklingar ekki ósjaldan verið fóðraðir parenteralt, en það er fremur sjaldgæft, að sjúklingar séu neyddir til mikillar neyzlu. Reynsla berlækna frá síðustu ár- um sýnir ótvírætt, að margir sjúk- lingar með bráða lyf- eða liand- læknis-sjúkdóma, deyja af fæðu- skorti. J. i. Goodman og R. O. Gar- win tóku sér þess vegna fyrir bend- ur að gefa 78 sjúkum hermönnum mjög stóran matarskammt, og sjá liver áhrif það hefði. Hver þessara sjúklinga var látinn fá mat, sem gaf þeim að minnsta kosti 5000 hitaeiningar á dag. Meðal- skemmtur var venjulega langt fram yfir 5000 hitaeiningar á dag og honum voru 000 til 800 gr. af kol- vetnum, 150 til 250 gr. af eggjahvítu og 150 til 250 gr. al' feiti. Maturinn var gefinn i þrem reglulegum máltíð- um, en auk þess þar á milli á klukku- tima fresti frá því klukkan 9 fyrir hádegi til klukkan 9 eftir liádegi. í stað ávaxtasafa, sem eins og önnur vökvun fyllir blutfallslega mikið rúm í maganum, miðað við hitaeininga- gildi sitt, var gefin þurrmjólk, og við hana bætt sykri, eggjadufti, vatni og vanillu svo að 100 ml. af blöndunni innibéldu 187% hitaeiningu. Sérstakl starfslið var æft til hjálpar við að koma svo miklunt mat í sjúka og illa nærða sjúklinga. Þungi sjúkling- anna var skráður daglega, ennfrem- ur bve margar hitaeiningar þeir fengju, og bvernig þær skiptust á kolvetni, eggjalivítu og fitu. Ógleði, lystarleysi og uppköst standa venjulega mest i vegi fyrir, að sjúkl. fái nægilegan mat, og allt of oft gefast menn upp fyrir ])ess- um erfiðleikum. Sjúklingum þeim, sem hér um ræðir, var skýrt vand- lega frá því, að þessi mikla matar- *) Þessu mun þó ekki almennt fylgt hér á iandi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.