Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 16
78 LÆKNABLAÐIÐ og aðeins dælt inn í sjúkling- inn, um pípuna, nægilegu súr- efni. Þá liggur sjúklingurinn þarna algjörlega hreyfingar- laus, pulsinn slær reglulega og' litarháttur er eðlilegur, en liann dregur andann ekki sjá- anlega. Þegar sjúld. á að vakna er súrefnisgjöfin aukin og gef- ið auk þess N20, til þess að flýta fyrir að cyclopropanið útskiljist. Þetla eru ómetanleg þægindi fvrir skurðlækninn, við ýmsar aðgjörðir og gjörir þær auð- veldari og jafnvel framkvæm- anlegar aðgjörðir, sem annars væri trauðla liægt að gjöra. Af því að búast má við, að það dragist eitthvað enn, að við fánm sérmenntaða íslenzka svæfingalækna, væri tilvalið að bjóða nú liingað enskum svæfingalækni, til að starfa hér, á vegum Háskólans, nm 3—6 mánaða skeið. Hann yrði eins konar aukakennari. Héldi fyrirlestra við Iláskólann. Framkvæmdi og sýndi lækna- stúdentum svæfingar, í einu eða fleirum af sjúkrahúsum hæj- arins. í Englandi er það mjög algengt, að sami svæfinga- læknir starfi við fleiri en eilt sjúkrahús. Ég hygg, að nú i svip væri tiltölulega auðvett að fá svæfingalækni til að koma hingað, um stnltan tíma, og væri þetta tilvalin byrjun að því að fá hingað erlenda lækna, til fyrirlestralialds við Háskól- > Ur erl. læknaritum Utdráttur úr grein, sem birtist í Acta Pædiatrica 33, 1—144, 1945, Stockholm, eftir S. Ranström. Þýtt úr J.A.M.A. Orsakir Erythroblastosis foetalis: Ranström segir að síðan kenning- in um þátt Rh eiginleikans i mynd- un erythroblastösis foetalis liafi verið sett fram, sé þessi sjúkdómur venjulega nefndur blóðlitarlos í ung- börnum (hæmolytic disease of tlie new born). Kenningin um Rh ó- næmið veki spurningar, sem ekki sé unnt að svara. Á grundvelli þessar- ar kenningar verða eftirfarandi fyrirbrigði ekki skýrð: (1) að merki um Rh ónæmi koma ekki fram í mörgum tilfellum af erythroblastosis foetalis, (2) að Rh ónæmi getur verið fyrir hendi án þess að um erythro- blastosis sé að ræða, (3) að gangur sjúkdómsins verður ekki fyllilega skýrður með Rh ónæmiskenning- unni einni saman. Höfundur telur að ónæmi geti ekki myndazt, nema fylgjan sé sködduð, og bendir á að áður en Rh kenningin kom fram liafi af ýmsum verið bent á sjúk- ann. En á þvi er nú frekar kostur en áður, vegna bættra samgangna. Flugferð, frá Eng- landi hingað, tekur einar 4 klst., og ég hitti lækna, sem töldu tilvinnandi að skreppa hingað í „weekend“, þólt þeir niættu ekki vera að, að dvelja hér neitt að ráði, kannske skreppa kvöldstund á laxveið- ar. p. t. Reykjavík, 2. júní ’47. Kjartcin J. Jóhannsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.