Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 6
llfí LÆKNABLAtí lí) geii(itajlia, palpation á testes, epididymes og vasa deferen- tia og gerð rectal exploration, sérstaklega með tilliti til pro- stata og vesiculae seminales. Þar næst er honum skýrt frá sæðisrannsóknum og' honum fengið glas með heim. Bezt er glas 4—5 cm. í þvermál og 6—9 cm. hált, þurrt og hreint með hreinum korktappa. Tekið er fram, að ekki sé mark að rannsókninni nema hann hafi ekki samræði í 3—4 daga áð- ur en sæði er tekið. Þar næst taki hann sæði i glasið, annað hvort við coilus interruptus eða með masturbation, og komi slrax með það til rannsóknar, og a. m. k. ekki seinna en 1 klst. eftir sáðfall. Hann á að hafa glasi'ð i vasa sínum á leið- inni, því hvorki má það geym- ast á of köldum né of heitum stað. Með þessari glasaðferð er hczt að fá sæði til rannsókna. Líka hefir verið notað sæði, sem komið er með í gúmmi- verju, en það er langtum verra. I gúmmiinu er efni, sem hefir óliep])ileg áhrif á útlit og hreyfingar frjóanna. Ennfrem- ur hefir verið tekið sæði úr leggöngum eftir coitus til rann- sókna. A því eru J)ó ýms vand- kvæði eins og gefur að skilja. Maður fær ekki eingöngu sæði til rannsókna, heldur er það blandað meira eða minna af súru leggangaslími. pH í sperma er 7—9, venjulegast 8,1—8,4. pH i leggöngum er venjulega 4—5, en við pH 4 lamast karlfrjóin. Þrem stund- arfjórðungum eftir samræði er þó oft pH 7—8 í leggöngum, hæði vegna þess, að það er blandað sæði, og' eins verður það lútkenndara ef orgasme verður. Ef hægt væri að fá kon- una til rannsóknar strax eftir samræði, mætti vel nota frjó úr leggöngum, en þetta reynist örðugt. — Þegar ég var í Oden- se, stakk kvenlæknir þar upp á, að úthúið væri sérstakt coi- tus-herbergi á deildinni, til notkunar fyrir hjón, sem rann- saka ætti. Yfirlækninum leizl vel á tillöguna, en ekki hefir hún komizt í framkvæmd enn- þá, eftir því sem ég bezt veit. En hún sýnir áhugann fvrir málefninu. Nú kemur maðurinn með sitl glas með sæði og er það þá þegar tekið til rannsóknar og' a. m. k. ekki seinna en 1 klst. eftir sáðfall. Ef ekkert sæði hefir komið, þrátt fyrir „eje- culationsreflex“ í penis við samræði, er það kallað asper- matismus. Aspermi er það kall- að, ef engin frjó eru í sæði. Með oligospermi er átt við færri frjó í ejaculati en normalt. Asthenospermi er það kallað, cf aðeins fá frjó hrevfast og lifa stutt, en necrospermi ef öll frjó eru dauð þegar eftir sáðfall.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.