Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 117 Fyrst er rannsakað liversu mikið sæði er i ejaculati. Nor- malt er lalið yfir 2 ccm.; al- gengast er 2—6 ccm. en getur verið allt upp í 10 ccm., án þess að athugavert sé. Ef minna en 2 ccm. er i glasinu getur ])að þó verið normalt sæði, ef t. (1. ekki hefir orðið orgasme eða það, sem algengara er. að maðurinn hefir ekki náð nema siðustu dropunum i glasið. Þegar raunverulegt sáð- magn er 2 ccm. er oftast um ófrjósemi að ræða, og er ejacu- latið þá slím frá prostata og vesiculae seminales. Þó hafa fundizt frjóir menn með að- eins % ccm. sæði i ejaculatio, en ])að er undantekning. Næst er athugað útlit sæðis- ins. Normalt er ])að mjólkur- kennt, gul-hvitt að lit, ekki gagnsætt til að byrja með. en áður en !4 klst. er liðin frá sáðfalli á það að vera orðið þunnt, og verður þá venjulega gagnsætt. Þó geta hér eftir fundizt í þvi agnir, líkastar sagógrjónum, án þess athuga- vert sé. Nr. 3: Sæðið er skoðað í smá- sjá og þá fyrst leitað að óhreyf- anlegum frjóum. Um þetta at- riði eru að verða nokkuð skipt- ar skoðanir. Flestir leitendur krefjast þess af eðlilegu sæði, að ekki séu í þvi nema í hæsta lagi 20% óhreyfanleg frjó fvrstu 3 klst. eftir sáðfall. — Weismann (1941) vill ekki bafa nema 10—15% óhreyfan- leg frjó. Mazer & Israel sögðu 1940: Ekki meira en 10% ó- hreyfleg frjó í sæðinu. Hoteh- kiss rannsakaði 1938 sæði hjá 200 frjóum mönnum og fann þó kringum 35% óhreyfanleg frjó. Þessar tölur eru allar tekn- ar upp úr bók Hammen’s. Ham- men hækkar þessi takmörk fyr- ir frjótt sæði og segir: Undir 40% óhreyfanleg er ágætt, 40 —60% er sæmilega gott, lélegt sæði hefir yfir 80% óhrevfan- leg frjó. / 4. lagi er athugað bve lengi frjóin lifa. Þau eiga að lifa a. m. k. 2 daga við 18—20° liita, til þess að geta kallast góð. Nr. 5. í eðlilegu sæði eru vfir 60 millj. spermatozoa per ccm. og yfir 200—300 mill. per. ejaculat. Macomber & Saund- ers rannsökuðu 244 menn i frjóum og ófrjóum hjónabönd- um. Þeir fundu aðeins 4 menn, sem liöfðu minna en 60 millj. frjó i ccm. sæðis, en böfðu þó getað frjóvgað. Meaker, sem er mikið autoritel á þessu sviði, befir aldrei rekizt á neinn karlmann með minna en 60 mill. frjó i ccm. sperma, sem hefir verið fær um að frjóvga egg. Hinsvegar bafa, sem hrein- ustu undantekningar, fundizt menn með allt niður i 10 mill. i ccm. Það 6., sem athugað er, er lögunin á höfðum frjóanna. Ameríski kvensjúkdómalækn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.