Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 121 KRISTJÁN \IUMM\ltWK HÉRAÐ5LÆKNIR HAFNARFIRÐI. Hann lézt i Landsspítalan- uni, 5. marz siðastliðinn, úr hæmorrhagia int. (ulcus duod.) aðeins 54 ára gamall. Þótt hann félli svo snemma frá, þá lá eftir hann ótrúlega mikið starf. Að loknu námi hér og framhaldsnámi erlend- is, fór hann í Blönduóshérað, sem er eitt stærsta og erfiðasta iiérað landsins, og byrjaði þar að operera jafnframt löngum og erfiðum ferðalögum. Þar var hann í 9 ár. Því næst varð hann héraðslæknir og jafn- framt sjúkrahúslæknir á ísa- firði i rúm 10 ár, auk þess gegndi hann jafnan miklum al- mennum læknisstörfum. Frá 1942 var hann liéraðslæknir i Hafnarfirði og féll þar mjög vel. Starfið var ekki eins bind- andi og áður og erfiðið hóf- legra. En alltof stutt naut hann þess, því þá fór hann að kenna sjúkdóms þess, er að lokum varð lífsfjöri hans yfirsterkari. Kristján liafði jafnan nijög mikinn áhuga á læknisstarf- inu, og þegar liann fór utan, lagði hann mikla stund á að afla sér þekkingar á öllu þvi, sem honum fannst mest þörf vera á, vegna starfsins eins og það var, en hirti ekki um að einskorða sig við viðurkennt takmarkað sérnám. Enda var hann mjög fjölhæfur og þótl kirurgian væri lionum hug- fólgnust, þá gleymdi hann ekki að sá, sem ætlar að operera með góðum árangri, þarf fyrst að vera vel að sér í medicin, og að undirbúningur aðgerðar- innar er oft eigi minna virði en sjálf aðgerðin. Hann var leik- iun og fljótur operatör, en þó hef ég ekki þekkt gætnari mann. Ég hafði aldrei séð Kristján og aðeins einu sinni talað við hann í síma, þegar ég kom til Isafjarðar, en ég man enn eft- ir viðtökunum sem ég fékk, þegar ég kom fyrst á heimili lians. Þá kynntist ég fyrst al-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.